Í aðgerðinni felst að banna urðun lífræns úrgangs frá og með árinu 2028. Með lífrænum úrgangi er átt við allan úrgang sem brotnað getur niður fyrir tilstilli örvera, t.d. sláturúrgang, fiskúrgang, ölgerðarhrat, húsdýraúrgang, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgang, pappírs- og pappaúrgang, seyru og lífúrgang. Aðgerðin er í samræmi við markmið stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum: „Í átt að hringrásarhagkerfi“.