V
.
2
.
B
.

Flug

Losun frá flugi verður til vegna bruna jarðefnaeldsneytis í flugvélum. Til skamms tíma eru stórtæk orkuskipti í flugi ekki fýsilegur kostur og þarf því fyrst um sinn að horfa til þess að nota íblöndun sjálfbærs flugvélaeldsneytis til að draga verulega úr losun.

Í ljósi aðlögunar Íslands vegna endurgreiðslna fyrir íblöndun sjálfbærs flugvélaeldsneytis þarf að tryggja framboð á því eldsneyti svo að flugrekendur sem fljúga til Íslands geti nýtt þá endurgreiðslu sem býðst vegna þeirrar aðlögunar.

Aðgerðir í Flug

V

.

2

.

B

.

2

.

Þátttaka í alþjóðlegum kerfum um samdrátt í losun frá flugi

V

.

2

.

B

.

2

.

Þátttaka í alþjóðlegum kerfum um samdrátt í losun frá flugi

Þátttaka í alþjóðlegum kerfum um samdrátt í losun frá flugi

Áframhaldandi þátttaka í alþjóðlegum kerfum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi (ETS og CORSIA) og uppfærsla regluverks eftir þörfum.

Markmið aðgerðar
Ísland sé þátttakandi í alþjóðlegum kerfum um samdrátt í losun frá flugi
Upphaf / Endir
2024
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

V

.

2

.

B

.

3

.

Þrepaskipt krafa um lágmarkshlutdeild sjálfbærs flugvélaeldsneytis

V

.

2

.

B

.

3

.

Þrepaskipt krafa um lágmarkshlutdeild sjálfbærs flugvélaeldsneytis

Þrepaskipt krafa um lágmarkshlutdeild sjálfbærs flugvélaeldsneytis

Innleiða þrepaskipta kröfu ESB um lágmarkshlutdeild sjálfbærs flugvélaeldsneytis (SAF) fram til ársins 2050, þ.e. 2% árið 2025, 6% árið 2030 og allt að 70% árið 2050.

Markmið aðgerðar
Að sjálfbært flugvélaeldsneyti (SAF) komi í vaxandi mæli í stað jarðefnaeldsneytis þar til aðrar hagkvæmari lausnir bjóðist
Upphaf / Endir
2024
2030
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið