Losun frá flugi verður til vegna bruna jarðefnaeldsneytis í flugvélum. Til skamms tíma eru stórtæk orkuskipti í flugi ekki fýsilegur kostur og þarf því fyrst um sinn að horfa til þess að nota íblöndun sjálfbærs flugvélaeldsneytis til að draga verulega úr losun.
Í ljósi aðlögunar Íslands vegna endurgreiðslna fyrir íblöndun sjálfbærs flugvélaeldsneytis þarf að tryggja framboð á því eldsneyti svo að flugrekendur sem fljúga til Íslands geti nýtt þá endurgreiðslu sem býðst vegna þeirrar aðlögunar.