S
.

Samfélagslosun

Síðast uppfært
12
.
09
.
2025
·
8:31

Samfélagslosun (Effort Sharing Regulation – ESR), sem m.a. fellur til frá vegasamgöngum, smærri iðnaði, fiskiskipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, kælimiðlum og úrgangi, telst á beina ábyrgð ríkja.

Búið er að ákvarða hlutdeild aðildarríkja ESB í sameiginlegu markmiði um lágmarkssamdrátt í samfélagslosun til 2030, en unnið er að loka staðfestingu markmiðs fyrir Ísland og Noreg. Ísland gerir ráð fyrir því að hljóta markmið um 41% og stillir loftslagsmarkmið sín í samræmi við það.

Málaflokkar í Samfélagslosun

Losun málaflokka

Samfélagslosun á Íslandi árið 2024 var 2.864 þ.t CO₂ ígildi. og skiptist á milli sjö málaflokka eins og sjá má í töflunni hér að ofan.

31
%
Ökutæki og innviðir
898
þ
.t CO2 ígildi
23
%
Landbúnaður
670
þ
.t CO2 ígildi
19
%
Skip og hafnir
533
þ
.t CO2 ígildi
10
%
Orkuvinnsla
297
þ
.t CO2 ígildi
7
%
Úrgangsstjórnun
238
þ
.t CO2 ígildi
4
%
Efnanotkun
108
þ
.t CO2 ígildi
3
%
Smærri iðnaður
88
þ
.t CO2 ígildi
Samtals
0
þ
.t CO2 ígildi

Sögulegt yfirlit og framreikningar

Með innleiðingu aðgerðaáætlunar gera framreikningar ráð fyrir að samdráttur í samfélagslosun samfélagslosunar verði 29% árið 2030 miðað við 2005, en nái 39% árið 2035.

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Áætlaður samdráttur með innleiðingu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2025-2026 er áætlaður 39% árið 2035 m.v. 2005.

Lýsing allra aðgerða í kerfinu

Aðgerðir sem falla undir samfélagslosun eru samtals 86, og dreifast þær á 7 málaflokka. Nokkur fjölda aðgerðanna er í framkvæmd, en með innleiðingunni 2025-2026 bæast við aðgerðir í framkvæmd sem samtals skila 5% meiri samdrætti árið 2030 og 7% meiri samdrætti árið 2035 en fyrir innleiðingu. Allar aðgerðirnar sem falla undir forgangsverkefni stjórnvalda í orkuskiptum falla undir samféalgslosun.