Þ
.

Þverlægir flokkar aðgerða

Síðast uppfært
14
.
06
.
2024
·
9:53

Aðgerðir sem heyra undir þverlæga flokka aðgerða eru alls 34 og skiptast í samfélagslega hvata og fjárhagslega hvata til umskipta.

Þverlægu málaflokkarnir eru tveir. Annars vegar fjárhagslegir hvatar til að hafa áhrif á hegðun og ákvörðunartöku, þ. á m. við fjárfestingar, nýsköpun og þróun sjálfbærra lausna. Fjárhagslegir hvatar geta verið margvíslegir, allt frá hagstæðri og sjálfbærri fjármögnun loftslagsvænna fjárfestinga til markvissrar upplýsingagjafar og fordæmisgefandi aðgerða ríkisins. Samfélagslegir hvatar eru hinn flokkur málaflokksins, og er ætlað að skapa gróskumikið umhverfi fyrir fólk til að taka virkan þátt í loftslagsstefnu og aðgerðum, stuðla að réttlátum umskiptum og senda samfélaginu öllu skilaboð um afstöðu og stefnu stjórnvalda hverju sinni. Slíkar aðgerðir geta verið fjölbreyttar og ná yfir vítt svið, allt frá menntun, fræðslu og rannsóknum til stefnumótunar, upplýsingagjafar og réttlátra umskipta.

Málaflokkar í Þverlægir flokkar aðgerða

Losun málaflokka

%
Fjárhagslegir hvatar
.t CO2 ígildi
%
Samfélagslegir hvatar
.t CO2 ígildi
Samtals
0
.t CO2 ígildi

Losun og framreikningar í samfélagslosun frá 2005 til 2030

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Þverlægir flokkar aðgerða hafa áhrif á alla málaflokka innan samféalgslosunar

Lýsing allra aðgerða í kerfinu

Aðgerðir sem falla undir þverlæga málaflokka eru alla jafna ekki beinar loftslagsaðgerðir. Aðgerðirnar snúa að kerfislægum breytingum, bæði fjárhagslegum og samfélagslegum og er ætlað að undirbúa samfélagið fyrir þær breytingar sem ætla má að fylgi lágkolefnis hagkerfi. Fjárhagslegar aðgerðir eru hvatar og latar fyrir einstaka geira, eða einstaka aðgerðir en samféalgslegu hvatarnir snúa að greiningum á þeim áhrifum sem aðgerðir í loftslagsmálum hafa á samfélagið, sem og fræðslu og menntunaragðerðum.