Undir málaflokk landbúnaðar fellur sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til við ýmsa ferla í landbúnaði, bæði við búfjárhald, landnotkun og áburðarnotkun, og bruna jarðefnaeldsneytis við notkun tækja og vinnuvéla. Aðgerðir vegna losunar í landbúnaði skiptast í fjögur viðfangsefni, A. loftslagsvænni landbúnað, B. áburðarnotkun í landbúnaði, C. búfé og D. framræst ræktarland. Losun vegna landbúnaðar var 24% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun vegna landbúnaðar var 24% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun landbúnaðar voru 691 þ.t. CO2 ígildi árið 2024. Sú losun skiptist niður á samfélagslosun vegna áburðarnotkunar í landbúnaði, vegna búfjár, vegna losunar á framræstu ræktarlandi og vegna annarrar losunar þvert á landbúnað.
Gert er ráð fyrir 16% samdrætti í losun frá landbúnaði frá 2005 til 2030. Til viðbótar við núverandi þróun hefur samdráttur verið metinn fyrir sex aðgerðir, þrjár vegna áburðarnotkunar í landbúnaði og þrjár vegna búfjárhalds