Undir málaflokkinn smærri iðnaður fellur sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til við bruna á jarðefnaeldsneyti í ýmsum smærri iðnaði. Losun vegna smærri iðnaðar skiptist milli þriggja viðfangsefna, þau eru: A: Mannvirkjagerð, B: Vélar og tæki og C: Annar iðnaður. Losun vegna smærri iðnaðar var 3% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun vegna smærri iðnaðar var 3% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun smærri iðnaðar var 88 þ.t CO2íg. árið 2024. Sú losun skiptist milli þriggja viðfangsefna: losunar vegna mannvirkjagerðar, losun frá vélum og tækjum og losun vegna annars iðnaðar.
Gert er ráð fyrir 76% samdrætti í losun vegna smærri iðnaðar frá 2005 til 2030. Nú þegar hefur miklum samdrætti verið náð sem aðallega má rekja til lokunar sementsverksmiðju. Til viðbótar við núverandi þróun hefur samdráttur ekki verið metinn fyrir stakar aðgerðir málaflokksins.