Undir málaflokkinn efnanotkun fellur losun vegna kælimiðla í kælikerfum og annarrar efnanotkunar. Losun vegna efnanotkunar skiptist milli tveggja viðfangsefna: A: Kælimiðlar og B: Önnur efnanotkun. Losun vegna efnanotkunar var 4% af samfélagslosun Íslands árið 2024.
Losun vegna efnanotkunar var 4% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun vegna efnanotkunar var 118 þ.t CO2íg. árið 2024. Sú losun skiptist milli tveggja viðfangsefna: losun vegna kælimiðla og losun vegna annarrar efnanotkunar.
Gert er ráð fyrir 18% samdrætti í losun vegna efnanotkunar frá 2005 til 2030. Þrátt fyrir mikla aukningu á notkun kælimiðla og aukningu á losun frá þeim m.v. núverandi þróun, mun með aðgerðum sem settar eru fram hér nást samdráttur í losun.