S
.
5
.

Ökutæki og innviðir

Undir málaflokkinn ökutæki og innviðir fellur sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til við eldsneytisbruna í ökutækjum. Aðgerðir vegna losunar frá ökutækjum af ólíkum stærðum og gerðum skiptast milli þriggja viðfangsefna, A. innviðir, B. breyttar ferðavenjur og C. ökutæki.

Losun málaflokka innan samfélagslosunar

Losun vegna ökutækja og innviða var 31% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024

Samtals
0
þ
.t CO2 ígildi

Ávinningur málaflokks í samdrætti

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Áætlaður samdráttur í málaflokknum skipt í núverandi þróun ásamt þeim samdrætti sem bætist við með aðgerðum í uppfærðri aðgerðaáætlun.

Söguleg losun

Losun frá málaflokknum ökutæki og innviðir var 898 þ.t CO2íg. árið 2024 og var hún öll frá ökutækjum, þ.e. fólksbílum, sendibílum, bifhjólum, hóp- og vöruflutningabifreiðum. Orkuskipti í samgöngum á landi er ein mikilvægasta aðgerðin til að draga úr losun. Með því að vinna að slíkum orkuskiptum á fleiri en einum vettvangi verður auðveldara að ná heildarsamdrætti í kerfinu. Ljóst er að rafvæðing bílaleiguflotans hefur mikil áhrif bæði á samsetningu bílaflotans til næstu 10-15 ára, og þátt eftirmarkaðar ökutækja í réttlátum umskiptum og íblöndun í eldsneyti virkar sem brú til að lækka losun þar til aðrir orkugjafar geta tekið við.

Samdráttur

Gert er ráð fyrir 18% samdrætti í losun vegna ökutækja og innviða frá 2005 til 2030.