Aðgerðaáætlun
Aðlögunaráætlun
Áætlun vegna áhrifa
loftslagsbreytinga

Aðlögun að

loftslagsbreytingum

„Loftslagsbreytingar eru ekki framtíðarvandi, heldur viðburður sem hefur afleiðingar hér og nú, og sem heimsbyggðin er þegar farin að finna á eigin skinni. Ísland er ekki í skjóli. Við þurfum að aðlaga samfélagið og innviði að þeim breytingum sem eru þegar hafnar, um leið og við tökum þátt í því alþjóðlega verkefni að draga úr losun.“
Jóhann Páll Jóhannsson
Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Aðlögunaráætlun varðar leið stjórnvalda til að draga úr loftslagstengdri áhættu til lengri og skemmri tíma með því að auka seiglu samfélaga og vistkerfa.*
* Áætlunin er unnin í samræmi við 5. gr. a. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál. Áætlunin tryggir heildræna og reglubundna stöðutöku á aðlögun að loftslagsbreytingum á Íslandi.

Langtímasýn stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum

Að íslenskt samfélag og vistkerfi búi að viðnámsþrótti gagnvart loftslagsvá og að aðlögun að loftslagsbreytingum sé þáttur í áætlunum og starfssemi hins opinbera og fyrirtækja og þekkt viðfangsefni meðal félagasamtaka og almennings.

Áhætta vegna loftslagsbreytinga

Afleiðingar loftslagsbreytinga eru margvíslegar. Til þess að ná utan um þær er mikilvægt að meta viðkvæmni og áhættu.

Veðurstofa Íslands hefur unnið bráðabirgða viðkvæmni- og áhættumat en aðlögunaráætlun gerir ráð fyrir frekari vinnslu þess á næstu árum.
Aukin náttúruvá
Aukin tíðni og umfang öfgakenndra veðuratburða
Hopun jökla
Hækkandi sjávarstaða
Hækkandi sjávarstaða
Hlýnun og súrnun sjávar
Kerfislæg áhætta

Verkefni í forgangi

Í þessari fyrstu aðlögunaráætlun er áhersla lögð á vöktun, viðbrögð og mat á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru, samfélag og innviði. Forgangsaðgerðir leggja grunn að frekari ákvarðanatöku vegna aðlögunar og öruggara samfélagi.

Staða aðgerða

Nauðsynlegt er að vita hvar aðgerðir eru staddar hverju sinni, með tilliti til fjármögnunar, framkvæmda og þróunar aðgerða.

Stöðurnar þrjár og fjöldi aðgerða

Fyrirhugaðar aðgerðir

Aðgerð fær stöðuna „fyrirhuguð“ ef verkefnisstjórn loftslagsaðgerða hefur samþykkt hana til frekari greiningar og vinnslu kostnaðarmats.
0

Aðgerðir í útfærslu

Aðgerð fær stöðuna „í útfærslu“ ef verkefnisstjórn loftslagsaðgerða hefur samþykkt að viðeigandi ráðuneyti útfæri framkvæmd hennar byggt á fyrirliggjandi greiningum og kostnaðarmati.
0

Aðgerðir í framkvæmd

Aðgerð fær stöðuna „í framkvæmd“ ef samið hefur verið um framkvæmd hennar eða einn eða fleiri verkþættir hennar eru í framkvæmd.
0

Í samræmi við reglugerð 786/2024 um verkefnisstjórn loftslagsaðgerða skal eitt ráðuneyti vera skilgreint sem ábyrgðarráðuneyti hverrar aðgerðar. Í áætluninni má einnig finna aðgerðir á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í verkefnisstjórn loftslagsaðgerða.

4 svið verkefna og aðgerða

Áætlunin skiptist í fjögur svið. Hvert þeirra rammar inn aðgerðir sem hafa mismunandi áhrif á samfélagið.

Umfang aðlögunar

Aðlögun býr samfélög undir að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Gæta þarf þess hvar byggð er skipulögð til framtíðar m.t.t. aukinnar tíðni náttúruvár og vinna að því að verja innviði. Breytingar utan Íslands hafa einnig áhrif hér á landi.

Aðlögun er gert hátt undir höfði í Parísarsamningnum með það að markmiði að auka aðlögunargetu, styrkja viðnámsþrótt og draga úr varnarleysi gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga.

Besta aðlögunaraðgerðin til langs tíma er eftir sem áður ör samdráttur í losun.