Skipulagsmál

Síðast uppfært
17
.
11
.
2025
·
10:02

Loftslagsbreytingar hafa fjölþætt áhrif á skipulagsgerð. Í skipulagi er mörkuð stefna til langs tíma um ráðstöfun lands til mismunandi nýtingar og verndar með almannahagsmuni og sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Skipulagsmál ganga þvert á málaflokkana sem fjallað erum í þessari stefnutillögu en skipulagsáætlanir fela í sér stefnu um nýtingulands og strandsvæða, þróun og fyrirkomulag byggðar, innviða, atvinnusvæða oglandbúnaðarlands, hönnun mannvirkja, ráðstafanir vegna náttúruvár,náttúruvernd, landslag o.fl.

Skipulagsáætlanir sveitarfélaga, þ.e. svæðis-, aðal- og deiliskipulag, eru grundvöllur fyrir útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa og þurfa slík leyfi að samræmast skilyrðum og kvöðum sem kunna að koma fram í skipulagsáætlunum. Skipulag er því þýðingarmikið tæki til að stýra landnotkun og aðlaga hana að þeim breytingum sem gera þarf á m.a. mannvirkjum og innviðum vegna afleiðinga loftslagsbreytinga. Um leið felur skipulagsferlið í sér tækifæri almennings og nærsamfélagsins til að hafa áhrif á ákvarðanir um landnotkun og er mikilvægur vettvangur upplýsingamiðlunar og vitundarvakningar um áhrif loftslagsbreytinga á byggð og samfélag.

Aðgerðir sem snerta á skipulagsmálum

Aðgerðirnar hér snerta flokkinn og sýna tengsl þeirra við verkefnaskipan sviðsins.

Nr.
Nafn
Verkefni
Svið