D
.

Þverlæg verkefni

Stefnumótun, hæfni, rannsóknir og miðlun
D
.

Þverlæg verkefni

Stefnumótun, hæfni, rannsóknir og miðlun
Síðast uppfært
08
.
12
.
2025
·
16:18
Þrátt fyrir vaxandi þörf á markvissri aðlögun skortir víða samræmda og reglubundna gagnasöfnun og úrvinnslu, staðlaða aðferðafræði og miðlun gagna sem nýtast til viðkvæmni- og áhættumats, forgangsröðunar og stefnumótunar. Samfélagsleg þekking og hæfni til að nýta vísindalegar upplýsingar við ákvarðanatöku er takmörkuð, einkum á sveitarstjórnarstigi.

Upplýsingaóreiða og brotakennd nálgun milli málefnasviða og stofnana torveldar samþættingu og hægir á innleiðingu aðlögunaraðgerða. Almennt er skortur á þverfaglegu samstarfi til að tryggja skilvirka og árangursríka innleiðingu aðlögunaraðgerða.

Helstu markmið á sviði þverlægra verkefna

Markmiðin á þessu sviði byggja á sameiginlegri framtíðarsýn og forgangsröðun. Þau eru leiðarljós í ákvarðanatöku og verkefnavinnu og tryggja að starfsemin skili áþreifanlegum árangri.

Að efla getu stjórnvalda, stofnana, háskóla og sveitarfélaga til að taka upplýstar ákvarðanir og innleiða aðlögunaraðgerðir með markvissum hætti.
Setja skýran ramma um loftslagsþjónustu; hlutverk, ábyrgð og miðlun, tryggja reglubundna uppfærslu Loftslagsatlass Íslands og gagnagáttar um náttúruvá sem byggir á áreiðanlegum gögnum.
Skapa heildstæða viðkvæmni og áhættur vegna loftslagsbreytinga með þróun samræmdrar aðferðafræði sem nýtist við forgangsröðun aðlögunaraðgerða.
Styrkja vísindalega þekkingu og miðlun hennar til stjórnvalda, almennings og hagaðila ásamt því að efla þverfaglegt samstarf um rannsóknir.
Efla getu sveitarfélaga til þess að takast á við loftslagsbreytingar með leiðbeiningum, verkfærum, fræðslu og þátttöku íbúa.

Verkefni á sviði þverlægra verkefna