A
.

Umhverfi

Náttúra, líffræðileg fjölbreytni og landnotkun
A
.

Umhverfi

Náttúra, líffræðileg fjölbreytni og landnotkun
Síðast uppfært
09
.
12
.
2025
·
13:18
Loftslagsbreytingar skapa margvíslegar áskoranir fyrir vistkerfi lands og sjávar, líffræðilega fjölbreytni og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Áframhaldandi hlýnun mun breyta vistkerfum. Einkennandi tegundir gætu átt erfitt uppdráttar og jafnvel horfið en aðfluttar tegundir eiga auðveldara með að dreifast og nánast öruggt að einhverjar þeirra munu reynast ágengar í náttúru landsins.

Rannsóknir þurfa að fylgja þeim hröðu breytingum sem eiga sér stað í náttúrunni. Slíkt kallar á aukið samstarf ólíkra hópa og nýja hugsun við skipulag í ræktun og landnýtingu. Aukin náttúruvá, s.s. vegna aftakaúrkomu, hvassviðra, hættu á flóðum í ám og úr jaðarlónum, skriðufalla, sjávarflóða, tíðari eldgosa og gróðurelda, kallar á að áhættustýring sé í stöðugri endurskoðun og taki tillit til loftslagssviðsmynda.

Helstu markmið á sviði umhverfis

Markmiðin á þessu sviði byggja á sameiginlegri framtíðarsýn og forgangsröðun. Þau eru leiðarljós í ákvarðanatöku og verkefnavinnu og tryggja að starfsemin skili áþreifanlegum árangri.

Byggja upp grunn fyrir langtímavöktun vistkerfa og mat á viðkvæmni þeirra gagnvart loftslagsbreytingum og súrnun sjávar.
Setja á laggirnar gagnasafn um búsvæði, jarðfræði, jarðveg og útbreiðslu loftslagsnæmra tegunda sem nýtist í stefnumótun um náttúruvernd, landnotkun og áhættumat vegna loftslagsbreytinga.
Þróa spálíkön fyrir útbreiðslu tegunda og búsvæða m.t.t. loftslagsbreytinga með það að markmiði að styðja við náttúruvernd, stefnumótun og skipulag landnotkunar. Styrkja vöktun í tengslum við áhrif loftslagsbreytinga á náttúruvá.
Draga úr áhættu og efla þol vistkerfa með því að styðja við líffræðilega fjölbreytni og ýta undir breyttar áherslur í landnýtingu.
Náttúrumiðaðar lausnir verði nýttar markvisst til að auka viðnámsþrótt náttúrulegra kerfa og styðja við kolefnisbindingu og samdrátt í losun.

Verkefni á sviði umhverfis