B
.

Velsæld

Velferð, lýðheilsa, og samfélagslegur viðnámsþróttur
B
.

Velsæld

Velferð, lýðheilsa, og samfélagslegur viðnámsþróttur
Síðast uppfært
09
.
12
.
2025
·
13:18
Afleiðingar loftslagsbreytinga munu hafa áhrif á öryggi og afkomu einstaklinga, fjölskyldna og samfélaga. Loftslagsbreytingar geta aukið algengi smitbærra og ósmitbærra sjúkdóma. Viðkvæmir og jaðarsettir hópar standa alla jafna hallari fæti gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga.

Nauðsynlegt er að auka þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga á efnahag og atvinnuvegi, lýðheilsu og heilbrigðiskerfi og samfélag í víðasta skilningi. Í þessu samhengi þarf m.a. að horfa til mannfjöldaþróunar, þ.m.t. loftslagsflóttafólks, og annarra lýðfræði- og samfélagslegra breytinga. Efla þarf heilbrigðisviðbúnað og mönnun til að auka áfallaþol heilbrigðiskerfisins.

Helstu markmið á sviði velsæld

Markmiðin á þessu sviði byggja á sameiginlegri framtíðarsýn og forgangsröðun. Þau eru leiðarljós í ákvarðanatöku og verkefnavinnu og tryggja að starfsemin skili áþreifanlegum árangri.

Að efla velsæld og viðnámsþrótt íslensks samfélags gagnvart áhrifum loftslagsbreytinga.
Innleiða lýðheilsumat til að hámarka jákvæð og lágmarka neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á heilsu og líðan fólks og þróa lýðheilsuvísa til að fylgjast með þróun þeirra áhrifa.
Auka þekkingu og getu heilbrigðiskerfisins til að bregðast við loftslagsbreytingum. Tryggja réttlát umskipti á vinnumarkaði með því að byggja á færni- og hæfnispám sem nýtast við markvissa stefnumótun í menntun, nýsköpun og atvinnuþróun.
Tryggja aðgengi að sí- og endurmenntun í atvinnugreinum sem munu breytast vegna áhrifa loftslagsbreytinga, t.d. grænna umskipta.
Aðlögunaraðgerðir stuðli að félagslegu réttlæti, taki mið af mismunandi áhrifum á hópa og landsvæði og efli samfélagslegan viðnámsþrótt.
Efla getu stjórnvalda, stofnana og atvinnulífs til að greina viðkvæmni og áhættu sem fylgir loftslagsbreytingum og byggja upp loftslagsþolið samfélag.