C
.

Innviðir

Öryggi, almannavarnir og innviðir
C
.

Innviðir

Öryggi, almannavarnir og innviðir
Síðast uppfært
08
.
12
.
2025
·
16:35
Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á öryggi og uppbyggða innviði, þar á meðal samgöngu- og fjarskiptakerfi, vatnsveitur, fráveitu, orkuöflun og -dreifingu. Innviðir landsins eru víða ekki hannaðir með hliðsjón af breyttri framtíð og minni eða einangraðri kerfi eru sérstaklega berskjölduð fyrir áhrifum loftslagsbreytinga. Áhættumat og áhættustýring er nauðsynlegur hluti af aðlögun að loftslagsbreytingum.

Aukið álag á fráveitukerfi og vatnsauðlindir, hætta á tjónum á hafnar- og strandsvæðum og aukin áhætta á truflunum í samgöngum og fjarskiptum kalla á samræmda nálgun í áhættumati og hönnun. Langtímastefnumörkun um uppbyggingu innviða og markviss auðlindastýring er nauðsynleg í þessu samhengi. Áhættumat og áhættustýring er lykilþáttur í aðlögun að loftslagsbreytingum og krefst samvinnu stjórnvalda, sveitarfélaga, atvinnulífs og almennings, auk markvissrar fræðslu og þjálfunar rekstraraðila innviða og Almannavarna.

Helstu markmið á sviði innviða

Markmiðin á þessu sviði byggja á sameiginlegri framtíðarsýn og forgangsröðun. Þau eru leiðarljós í ákvarðanatöku og verkefnavinnu og tryggja að starfsemin skili áþreifanlegum árangri.

Markmiðið er að efla öryggi og viðnámsþrótt samfélagsins með því að auka seiglu og aðlögunarhæfni innviða og tryggja órofna grunnþjónustu við breyttar aðstæður.
Áhersla er á að endurskoða hönnunarviðmið og staðla fyrir innviði og forgangsraðaaðgerðir til að draga úr hættu á rofi.
Jafnframt er lögð áhersla á samþætta vatnsstjórnun í þéttbýli, reglur og lausnir sem draga úr flóðahættu og mengun, verndun grunnvatns og aukið áfallaþol menningarminja með bættri varðveislu og stafrænum lausnum.