Aðgerða­áætlun
í loftslags­málum

„Íslensk stjórnvöld hafa talað skýrt fyrir því á alþjóðavettvangi að láta af notkun 
og opinberum niður­greiðslum á jarðefna­eldsneyti. Ísland ætlar að vera braut­­ryðjandi 
í frekari orku­skiptum, stuðla að þróun sjálfbærra lausna og tryggja nauðsyn­lega innviða­upp­byggingu.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra
Loftslagsbreytingar af manna­völdum eru ein stærsta áskorun 
sem mann­kynið stendur frammi fyrir. Ísland hefur, eins og flestar þjóðir heims, skuld­bundið sig til þess að vernda loftslagið og 
draga úr losun gróðurhúsa­loft­teg­unda. Á alþjóða­vettvangi hafa íslensk stjórnvöld kallað eftir því að ríki heims fylgi eftir viðleitni
til að takmarka hækkun hitastigs við 1,5°C.

150 aðgerðir

Aðgerðirnar skiptast upp í fjögur kerfi

Samfélagslosun 87

Undir samfélagslosun fellur t.d. öll losun frá samgöngum á landi, frá landbúnaði, úrgangi og frá kælimiðlum. Fyrirtæki og einstaklingar geta lagt sitt af mörkum til að draga úr samfélagslosun.

Viðskiptakerfi 13

Losun frá staðbundnum iðnaði, s.s. kísilmálmframleiðslu og álframleiðslu ásamt losun frá alþjóðaflugi og alþjóðasiglingum fellur undir viðskiptakerfið, oft nefnt ETS kerfið. ETS er sameiginlegt kerfi innan Evrópu, þar eru gefnar út árlegar losunarheimildir og aðilar sem falla undir kerfið vinna að einu sameiginlegu markmiði.

Landnotkun 16

Landnotkun (LULUCF) nær til bæði losunar gróðurhúsalofttegunda og bindingar kolefnis vegna landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar. Losun frá landnotkun má einkum rekja til breyttrar landnotkunar, framræsingar votlendis og nýtingar lands, t.d. vegna beitar. Binding verður mest við endurheimt votlendis og skógrækt.

Þverlægir flokkar aðgerða 34

Þverlægar aðgerðir eru loftslagsaðgerðir sem hvetja samfélagið til umskipta í átt að kolefnishlutleysi. Þetta eru aðgerðir sem beinast ekki að því að ná niður losun í einum tilteknum bókhaldsflokki, heldur styðja við aðgerðir þvert á flokka.

Breytingar frá fyrri aðgerðaáætlun

Fjölgun aðgerða

50
Aðgerðaáætlun frá  2020
0
Fjöldi aðgerða í uppfærðri áætlun

Fjármögnun aðgerða

0
Innan ramma núverandi fjármálaáætlunar
0
Að hluta til innan ramma
0
Ekki innan ramma

Loftslagsaðgerðir- og verkefni

0
Beinar og metnar
0
Aðrar loftslagsaðgerðir
0
Loftslagsverkefni

Ábyrgð aðgerða

Umhverfisráðuneytið
64
Matvælaráðuneytið
27
Fjármálaráðuneytið
20
Innviðaráðuneytið
20
Önnur ráðuneyti
19

Staða aðgerða

Í framkvæmd
59
Samþykktar
9
Fyrirhugaðar
16
Á hugmyndastigi
66

Af hverju aðgerðaráætlun?

Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB, Íslands og Noregs um 55% samdrátt í losun gróður­húsa­loft­tegunda árið 2030 miðað við árið 1990. Aðgerðaáætlun í loftslags­málum er lykiláætlun stjórnvalda til að ná þeim árangri.

Sameiginlegar skuldbindingar ESB ríkja

Samfélagslosun

árið 2030 m.v. 2005
ESR
0
%

Landnotkun

árið 2030
LULUCF
-0

Viðskiptakerfi ESB

árið 2030 m.v. 2005
ETS
0
%

Hlutdeild Íslands

Samfélagslosun

árið 2030 m.v. 2005
ESR
~
0
%

Landnotkun

árið 2030
LULUCF
Engin aukning í losun frá landi

Viðskiptakerfi ESB

árið 2030 m.v. 2005
ETS
Hvert fyrirtæki gerir upp sína losun

Sjálfstæð markmið

Samfélagslosun

árið 2030 m.v. 2005
0
%

Landsmarkmið

árið 2040
Kolefnishlutleysi

Áskoranir íslands í loftslagsmálum

Áskoranir í loftslagsmálum eru margar og misjafnar, bæði staðbundið og á hnattræna vísu. Aðstæður og áskoranir á Íslandi eru að sumu leyti frábrugnar þeim sem sjást í löndunum í kringum okkur.

Samfélagslegáhrif

Í uppfærðri aðgerðaáætlun er gert ráð fyrir að aðgerðir í loftslagsmálum verði metnar með tilliti til jafnréttis og samfélagslegra áhrifa þeirra og hafa allar aðgerðir verið metnar gróflega út frá eftirfarandi flokkum.