L
.
1
.
A
.

Markviss upplýsingaöflun, stefnumótun og stjórntæki

Tillögurnar ganga þvert á málaflokka og eru taldar mikilvægar til að bæta landnotkun í heild sinni.

Hér er lögð áhersla á að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi og leggi fram heildstæða framkvæmdaáætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum. Mikilvægt er að stuðningskerfi ríkisins fyrir verkefni í landgræðslu og skógrækt verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að forgangsraða fjármunum ríkisins þannig þeir styðji enn betur við markmið og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum til 2030, mark¬mið um kolefnishlutleysi 2040 og markmiða um vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Bætt gögn og upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis vegna losunarbókhalds landnotkunar, m.a. með hliðsjón af nýrri LULUCF-reglugerð og nýjum skuldbindingum, eru forgangsaðgerð enda ríkir meiri óvissa um mat á losun og bindingu vegna landnotkunar en öðrum innan losunarbókhalds Íslands.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Markviss upplýsingaöflun, stefnumótun og stjórntæki

L

.

1

.

A

.

1

.

Framkvæmdaáætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

L

.

1

.

A

.

1

.

Framkvæmdaáætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

Framkvæmdaáætlun um bætta landnýtingu í þágu loftslagsmála á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum

Aðgerðin felur í sér að greina hvar megi bæta landnýtingu í þágu loftslagsmála á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum, vinna heildstæða framkvæmdaáætlun með skilgreindum markmiðum og forgangsraða aðgerðum. Ríkissjóður Íslands á tæplega 430 jarðir og æskilegt er að ríkið gangi á undan með góðu fordæmi um að breyta landnotkun í þágu loftslagsmála. Mikilvægt er að fyrir liggi skýr stefna ríkisins um nýtingu ríkisjarða og þjóðlendna og að í henni séu loftslagsáhrif og vernd líffræðilegrar fjölbreytni höfð að leiðarljósi.

Markmið aðgerðar
Að til verði heildstæð framkvæmdaáætlun sem miðar að því að breyta landnotkun á jörðum í eigu ríkisins og þjóðlendum í þágu loftslagsmála og verndar líffræðilegrar fjölbreytni.
Upphaf / Endir
2024
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Forsætisráðuneytið

L

.

1

.

A

.

2

.

Hvatar í stuðningskerfi ríkisins fyrir einkalönd

L

.

1

.

A

.

2

.

Hvatar í stuðningskerfi ríkisins fyrir einkalönd

Hvatar í stuðningskerfi ríkisins fyrir einkalönd

Þátttaka einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana í undirbúningi og framkvæmd aðgerða í landgræðslu og skógrækt er lykilatriði til að ná markmiðum á sviði loftslagsmála og vernd líffræðilegrar fjölbreytni í tengslum við landnotkun. Því er mikilvægt að endurskoða og koma upp enn skilvirkara kerfi hvað varðar fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála á einkalöndum. Auk þess þarf að skilgreina með hvaða hætti Land og skógur hvetji alla geira samfélagsins til þátttöku og efla starf félagasamtaka og einstaklinga.

Markmið aðgerðar
Að stuðningskerfi ríkisins fyrir verkefni í landgræðslu og skógrækt styðji enn betur við markmið stjórnvalda í aðgerðáætlun í loftslagsmálum til 2030 um aukna bindingu og samdrátt í losun GHL, um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og varðandi eflingu byggða.
Upphaf / Endir
2024
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

A

.

3

.

Heildstæð áætlun um bætt gögn og upplýsingar í losunarbókhaldi Ísland

L

.

1

.

A

.

3

.

Heildstæð áætlun um bætt gögn og upplýsingar í losunarbókhaldi Ísland

Heildstæð áætlun um bætt gögn og upplýsingar í losunarbókhaldi Ísland

Aðgerðin miðar að því að þróa aðferðir og setja upp langtímavöktunarverkefni til að meta magn og breytingar á kolefni í íslenskum vistkerfum út frá þekktum matsbreytum þannig að eigi síðar en árið 2030 verði hægt að áætla kolefnisforða allra vistkerfa í losunarbókhaldi Íslands, breytingar á kolefnisforða þeirra og áhrif landnýtingar og endurheimtar á kolefnisforða. Sakvæmt auknum kröfum ESB vegna nýrrar reglugerðar um gæði og kröfu gagna og aðferðafræði í LULUCF til að draga úr óvissu og bæta þekkingu og framsetningu þurfa tölur frá öllum helstu landnýtingarflokkunum að vera komin á aðferðaþrep 2 árið 2026, þ.e. stuðlar byggðir á íslenskum rannsóknum, og aðferðaþrep 3 árið 2030, þ.e. stuðlar byggðir á reiknilíkönum fyrir Ísland.

Markmið aðgerðar
Að til verði heildstæð fjögurra ára áætlun (2024-2027) um bætt gögn og upplýsingar svo Ísland uppfylli kröfur skuldbindinga um aðferðaþrep og nálgun við mat á losun og bindingu.
Upphaf / Endir
2024
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið