L
.
1
.

Landnotkun og skógrækt

Undir landnotkun fellur sú losun gróðurhúsalofttegunda, auk bindingar kolefnis, sem verður til vegna landnotkunar eða breytingar á landnotkun (e. Land use, land-use change and forestry, LULUCF). Losun og binding vegna landnotkunar skiptist milli fimm viðfangsefna, mólendis, votlendis, ræktarlands, byggðar og skógræktar en aðgerðir í málaflokknum eru mótaðar á grundvelli þeirra kerfislægu umbreytinga sem stefna þarf að þvert á viðfangsefni málaflokksins.

Losun málaflokka innan landnotkunar

Losun málaflokksins er mest vegna mólendis, votlendis og ræktarlands en binding mest í skógrækt og landgræðslu.

Ávinningur málaflokks í samdrætti

Graf sem er lýst í texta á síðunni
Hér vantar graf í CMS
Losun vegna landnotkunnar frá 2005

Söguleg losun

Losun og binding innan landnotkunar skiptist í fimm viðfangsefni. Mólendi losar um 78% af heildarlosun málaflokksins (4860 þ.t.CO2 íg., losun frá Ræktarlandi var 30% ( (1905 þ.t. CO2.íg), losun frá Votlendi telst nú hverfandi, 0,27% (17 þ.t. CO2 íg. Skógærkt bindur um 9% af heildinni (-549 þ.t. CO2 íg.)

Samdráttur

Árangursríkasta aðgerðin til að draga úr losun frá landi er að endurheimta votlendisvistkerfi, auk þess að sú aðgerð hefur margþættan umhverfislegan ávinning, svo sem fyrir líffræðilega fjölbreytni, vatnafar og takmörkun flóðarhættu o.fl. Endurheimt birkiskóga, skógrækt og landgræðsla skila einnig mjög miklum ábata. Sérstök áhersla verður lögð á endurheimtarverkefni á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum. Með greiningum á nýtingu ríkisjarða og kortlagningu þess lands sem má endurheimta verður hægt að ganga hratt til verka og ná mælanlegum árangri í losun frá landi. Þá er áframhaldandi átak í rannsóknum á losun frá landi mikilvæg til að loftslagsbókhald um losun frá landi endurspegli raunverulega losun sem best.