Undir málaflokkinn úrgangsstjórnun fellur sú losun gróðurhúsalofttegunda sem verður til vegna meðhöndlunar úrgangs á Íslandi, þ.e. metanlosun vegna urðunar úrgangs, losun vegna brennslu og losun vegna fráveitu. Losun vegna úrgangsstjórnunar skiptist milli þriggja viðfangsefna, A. úrgangsforvarnir, B. Úrgangsmeðhöndlun og C. meðhöndlun skólps. Losun vegna úrgangsstjórnunar var 7% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun vegna úrgangsstjórnunar var 7% af samfélagslosun (ESR) Íslands árið 2024.
Losun vegna úrgangsstjórnunar var 238 þ.t CO2íg. árið 2024. Sú losun skiptist milli þriggja viðfangsefna. Engin losun er sérstaklega vegna úrgangsforvarna, 7,7% af samfélagslosun er til komin vegna úrgangsmeðhöndlunar og 0,7% vegna meðhöndlunar skólps.
Gert er ráð fyrir 49% samdrætti í losun vegna úrgangsstjórnunar frá 2005 til 2030. Til viðbótar við núverandi þróun hefur samdráttur verið metinn fyrir þrjár aðgerðir, innleiðingu banns á urðun lífúrgangs, samvinnuverkefni um uppbyggingu líforkuvers og samvinnuverkefni um uppbyggingu brennslustöðva. Aðgerðirnar munu stuðla að auknum samdrætti í úrgangsmeðhöndlun