Spurt og svarað

Við viljum heyra frá þér!

Hér verður safnað saman helstu spurningum og svörum vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

Samráð, samstarf og upplýsingagjöf gagnvart hagaðilum og almenningi er lykilatriði í traustri innleiðingu loftslagsaðgerða. Því hvetjum við ykkur til að nota netfangið hér að neðan ef þið hafið spurningar eða ábendingar vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Byggt á þeim spurningum og ábendingum sem berast verða tekin saman svör og birt hér á síðunni. Jafnframt nýtast allar spurningar og ábendingar við mótun og innleiðingu aðgerða.

Til að spyrja spurninga vinsamlega sendið þær á netfangið urn@urn.is og þeim verður svarað eins fljótt og auðið er.

Enn fremur hvetjum við öll til að koma á framfæri sjónarmiðum um aðgerðaáætlunina í samráðsgátt stjórnvalda daganna 14. júní – 14. ágúst 2024.