Spurt og svarað

Við viljum heyra frá þér!

Hér verður safnað saman helstu spurningum og svörum vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

Samráð, samstarf og upplýsingagjöf gagnvart hagaðilum og almenningi er lykilatriði í traustri innleiðingu loftslagsaðgerða. Því hvetjum við ykkur til að nota netfangið hér að neðan ef þið hafið spurningar eða ábendingar vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Byggt á þeim spurningum og ábendingum sem berast verða tekin saman svör og birt hér á síðunni. Jafnframt nýtast allar spurningar og ábendingar við mótun og innleiðingu aðgerða.

Til að spyrja spurninga vinsamlega sendið þær á netfangið urn@urn.is og þeim verður svarað eins fljótt og auðið er.

Enn fremur hvetjum við öll til að koma á framfæri sjónarmiðum um aðgerðaáætlunina í samráðsgátt stjórnvalda daganna 14. júní – 14. ágúst 2024.

Almennt um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Hvað þarf að gerast næstu 6–16 árin

Hvað þarf að gerast næstu 6–16 árin

Stórtækar kerfislegar umbreytingar þurfa að eiga sér stað til að Ísland nái metnaðarfullu markmiðum sínum um samdrátt í losun og aukna kolefnisbindingu. Nauðsynlegar umbreytingar kalla á markvissa og framsækna samfélagsþróun sem felur í sér hugarfarsbreytingu þvert á samfélagið.

Tryggja þarf víðtæka meðvitund um tengsl samfélagslegra kerfa, tækni, skipulags, framkvæmda, framleiðslu og neyslu við losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda og jafnframt þekkingu og færni í að taka ákvarðanir og móta starfsemi þannig að hún stuðli að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Allir þurfa að vera vakandi fyrir því hvar megi innleiða lausnir sem tryggja að loftslagstefna nái fram að ganga, þ.a.m. hið opinbera, atvinnulífið, félagasamtök og almenningur.

Hvaða efnislegu breytingar áttu sér stað frá aðgerðaáætlun 2020?

Hvaða efnislegu breytingar áttu sér stað frá aðgerðaáætlun 2020?

Ýmsar breytingar hafa átt sér stað samanborið við 2020 útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, bæði er varða aðgerðir og uppsetningu þeirra. Grundvallar breytingarnar byggðu á þrennu:

  1. nánari útfærslu á þeim aðgerðum sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda;
  2. skilning á því hvað raunhæft er að gera út frá atvinnugreinasamtali umhverfis-,orku- og loftslagsráðuneytisins;
  3. stöðluð reikniaðferð byggð á reiknilíkönum Umhverfisstofnunar um framreiknaða losun gróðurhúsalofttegunda og Orkustofnunar um eldsneytisnotkun.

Helstu breytingarnar á einstaka aðgerðum

Í aðgerðaáætlun 2020 sneri aðgerð B.3 að banni við notkun svartolíu án viðeigandi mengunarvarnarbúnaðar. Í ljósi þess að aðgerðin snýr aðallega að losun loftmengunarefna var talið eðlilegt að hún ætti ekki heima í uppfærðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.

Í aðgerðaáætlun 2020 sneri aðgerð E.3 að aukinni innlendri grænmetisframleiðslu. Sá hluti sem snýr að aukinni framleiðslu rataði ekki í uppfærða áætlun í ljósi þess að aukin framleiðsla leiðir ekki ein og sér til samdráttar í losun. Sá hluti aðgerðarinnar sem snýr að meðhöndlun og nýtingu aðfanga og áburðar og öðrum aðgerðum sem miða að því að kolefnisjafnabúskap rataði inn í aðgerðir í málaflokk landbúnaðar.

Í aðgerðaáætlun 2020 sneri aðgerð I.5 að kortlagningu á ástandi landsins. Þessari kortlagningu er lokið en tengist ekki öðrum aðgerðum í uppfærslunni með beinum hætti.

Aðgerðir I.1-4 voru high-level og útfærðar meðmarkvissari hætti í aðgerðum um landnotkun (LULUCF) svo stefna megi með markvissum hætti að auknum samdrætti og bindingu í landnotkun í það minnsta til ársins 2030.

Margt af efni áætlunarinnar er enn að einhverju leiti óútfært og því mikilvægt að nánu samtali við atvinnulíf og sveitarfélög verði áfram haldið, svo skjótur, skilvirkur og réttlátur árangur náist í loftslagsmálum hérlendis næstu sex árin.

Samfélagslosun

ESR
No items found.

Viðskiptakerfi

ETS
No items found.

Landnotkun

LULUCF
No items found.

Þverlægar aðgerðir

ÞA
No items found.