Áburðarnotkun hefur í för með sér umtalsverða losun, þ.e. notkunar tilbúins áburðar og búfjáráburðar og telur hún 19% af losun landbúnaðar. Svo draga megi úr þessari losun þarf að bæta nýtingu áburðarefna.
Tækifæri til samdráttar í losun frá landbúnaði eru til mörg, þar má helst nefna breytingar í áburðanotkun með betri tækjabúnaði og rannsóknum ástandi lands og áburðarþörf. Fjárfestingastyrki eru hugsaðir sem hvatar til bænda til að fjárfesta í búnaði sem gerir þeim kleift að minnka bæði olíunotkun og áburðarþörf, sem endurspeglast í lægri losun þeirra búa sem taka þátt.