Til að auka bindingu kolefnis verður lögð áhersla á vernd og endurheimt birkiskóga, ræktun nýrra skóga og endurheimt þurrlendisvistkerfa á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendu með markvissum hætti og í samræmi við framkvæmdaáætlun og fjármögnun.
Sérstök áhersla verður lögð á endurheimtarverkefni á jörðum í eigu ríkisins og á þjóðlendum. Með greiningum á nýtingu ríkisjarða og kortlagningu þess lands sem má endurheimta verður hægt að ganga hratt til verka og ná mælanlegum árangri í losun frá landi.