Losun gróðurhúsalofttegunda frá kísil- og kísilmálmiðnaði nam 515 þ.t CO2íg. árið 2022. Losun
Losun frá iðnaðinum er bundin í framleiðslutækninni en notkun kolefna er nauðsynlegur hluti efnaferils framleiðslunnar. Sem mótvægisaðgerð má nota lífræn kolefni í auknu magni í stað jarðefniseldsneytis (t.d. kol). Þar sem ekki er hægt að fjarlægja losunina í framleiðsluferlinum þarf að fanga kolefnin sem myndast í útblæstrinum. Þróun slíkrar tækni er hafin en með henni má útiloka nánast alla losun frá kísil- og kísilmálmiðnaði. Kísilmálmur er mikilvægur í framleiðslu loftslagsvænna tækni¬lausna. Vegna þessa er mikil eftirspurn eftir loftslagsvænni afurð framleiddri með endurnýjanlegri orku og fer vaxandi.