S
.
7
.
B
.

Úrgangsmeðhöndlun

Losun vegna meðhöndlunar úrgangs er að mestu metanlosun vegna urðunar úrgangs og taldi 92% af losun úrgangsstjórnunar 2022. Með því að koma úrgangi í annan farveg en urðun er unnt að draga úr losun, t.d. með því að endurvinna lífúrgang eða með því að koma úrgangi í brennslu

Enn meiri árangur næst með því að minnka magn úrgangs og auka hringrás efna í samfélaginu. Með aukinni flokkun úrgangsstrauma og skilvirkara söfnunarkerfi má tryggja rekstrar¬grundvöll fyrir uppbyggingu brennslustöðva og líforkuvera, sem framleitt gætu hliðarafurðir sem nýtast í orkuskipti samgangna eða í áburðarframleiðslu og þar með aukið samdrátt í samfélagslosun með beinum og óbeinum hætti.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Úrgangsmeðhöndlun

S

.

7

.

B

.

1

.

Innleiða lög um flokkun úrgangsstrauma

S

.

7

.

B

.

1

.

Innleiða lög um flokkun úrgangsstrauma

Innleiða lög um flokkun úrgangsstrauma

Urðun á úrgangi sem inniheldur lífrænt efni veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að koma þessum úrgangi í aðra farvegi er dregið úr losun. Til að unnt sé að nýta úrganginn er mikilvæg forsenda að hann sé flokkaður. Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs er rekstraraðilum skylt að flokka rekstrarúrgang í ákveðna flokka og heimilum og lögaðilum skylt að flokka heimilisúrgang í ákveðna flokka. Lögð hefur verið áhersla á innleiðingu laganna fyrir heimili en víða er pottur brotinn hjá rekstraraðilum og lögaðilum. Mikilvægt er að leggja áherslu á innleiðingu laganna til að tryggja að úrgangsstraumar séu aðskildir.

Markmið aðgerðar
Auka hlutfall heimilisúrgangs sem fer til endurvinnslu, þ.e. a.m.k. 50% frá og með árinu 2020; 55% frá og með 2025; 60% frá og með 2030; 65% frá og með 2035.
Upphaf / Endir
2023
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

B

.

2

.

Hagrænir hvatar vegna úrgangsstrauma

S

.

7

.

B

.

2

.

Hagrænir hvatar vegna úrgangsstrauma

Hagrænir hvatar vegna úrgangsstrauma

Nauðsynlegt er að efla hringrásarhagkerfið með aðgerðum þar sem markvisst er komið í veg fyrir myndun úrgangs hér á landi og stuðlað að betri meðhöndlun þess úrgangs sem myndast. Til viðbótar við löggjöf tengda hringrásarhagkerfi eru fjárhagslegir hvatar og latar árangursrík verkfæri til að ná því markmiði. Hagkvæmara þarf að vera fyrir alla hagaðila að flokka en að urða en ýmis verkfæri má nýta til að stýra verðlagningu ólíkra úrgangsstrauma, hvort sem er á ábyrgð stjórnvalda, sveitarfélaga eða Úrvinnslusjóðs. Svo hvatar og latar þessir geti borið tilætlaðan árangur er mikilvægt að þeir séu greindir og bestaðir út frá heildrænum áhrifum þeirra á kerfið, ásamt öðrum kerfislegum breytum.

Markmið aðgerðar
Lækka hlutfall úrgangs sem fer til urðunar niður fyrir 10% af úrgangi sem fellur til árið 2035.
Upphaf / Endir
2024
2025
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

B

.

3

.

Innleiða bann við urðun lífúrgangs

S

.

7

.

B

.

3

.

Innleiða bann við urðun lífúrgangs

Innleiða bann við urðun lífúrgangs

Annars vegar sé urðun sérsafnaðs lífúrgangs bönnuð og hins vegar verði sérsöfnun lífúrgangs lögfest. Lífúrgangur er lífbrjótanlegur garðaúrgangur, matar- og eldhúsúrgangur frá heimilum, skrifstofum, heildsölum, smásölum, veitingastöðum, mötuneytum og veisluþjónustufyrirtækjum, og sambærilegur úrgangur frá vinnslustöðvum matvæla. Á vorþingi 2021 var samþykkt frumvarp umhverfis– og auðlindaráðherra sem lögfestir að komið skuli upp sérstakri söfnun lífúrgangs frá heimilum og lögaðilum og að óheimilt verði að urða úrgang sem safnað hefur verið sérstaklega. Ákvæði laganna tóku að fullu gildi 1. janúar 2023.

Markmið aðgerðar
Að koma í veg fyrir að lífúrgangur sem er flokkaður og safnað sérstaklega endi í urðun.
Upphaf / Endir
2023
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

B

.

4

.

Innleiða bann við urðun lífræns úrgangs

S

.

7

.

B

.

4

.

Innleiða bann við urðun lífræns úrgangs

Innleiða bann við urðun lífræns úrgangs

Í aðgerðinni felst að banna urðun lífræns úrgangs frá og með árinu 2028. Með lífrænum úrgangi er átt við allan úrgang sem brotnað getur niður fyrir tilstilli örvera, t.d. sláturúrgang, fiskúrgang, ölgerðarhrat, húsdýraúrgang, timbur, lýsi, garðyrkjuúrgang, pappírs- og pappaúrgang, seyru og lífúrgang. Aðgerðin er í samræmi við markmið stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum: „Í átt að hringrásarhagkerfi“.

Markmið aðgerðar
Að koma í veg fyrir að lífrænn úrgangur endi í urðun.
Upphaf / Endir
2028
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

B

.

5

.

Samvinnuverkefni um uppbyggingu líforkuvers

S

.

7

.

B

.

5

.

Samvinnuverkefni um uppbyggingu líforkuvers

Samvinnuverkefni um uppbyggingu líforkuvers

Samvinnuverkefni um uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo líforkuver í Eyjafirði geti annað 10 þ.t af lífrænum úrgangi á ári. Þörf er fyrir innviði fyrir framleiðslu á afurðum úr lífrænum úrgangi á Íslandi. Í dag eru sumir úrgangsflokkar urðaðir sem er ólöglegt að urða (t.d. dýrahræ) þar sem enginn annar farvegur er til staðar.

Markmið aðgerðar
10 þ.t af lífrænum úrgangi á ári fari frá og með árinu 2028 í nýtt líforkuver í stað urðunar.
Upphaf / Endir
2024
2028
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

B

.

6

.

Samvinnuverkefni um uppbyggingu brennslustöðva

S

.

7

.

B

.

6

.

Samvinnuverkefni um uppbyggingu brennslustöðva

Samvinnuverkefni um uppbyggingu brennslustöðva

Samvinnuverkefni um uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo árleg brennsla á 100-140 þ.t af úrgangi með orkunýtingu og kolefnisföngun verði möguleg. Þörf er fyrir innviði til brennslu úrgangs á Íslandi. Urðun á úrgangi sem inniheldur lífræn efni stuðlar að mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að koma þessum úrgangsstraumum í brennslu er dregið úr losun þar sem losunin við brennsluna er minni. Um er að ræða blandaðan úrgang frá heimilum og rekstraraðilum og annan úrgang sem ekki hentar til endurvinnslu.

Markmið aðgerðar
100 þ.t af úrgangi á ári fari í nýjar brennslur frá og með 2030 í stað urðunar.
Upphaf / Endir
2024
2030
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið