Þ
.
1
.
A
.

Hvatar til loftslagsvænna fjárfestinga og nýsköpunar

Misflóknar tæknilausnir kalla eftir mismunandi fjármögnunarleiðum, sem bregðast þarf við á skilvirkan hátt. Beita má hagrænum hvötum í skattkerfinu eða beinum styrkjum til fjárfestinga aðila í markaðsprófuðum hreinorkutækjum og -búnaði á sama tíma og stjórnvöld tryggja rými fyrir hagstæða fjármögnun loftslagsverkefna

Fyrir frekari nýsköpun og þróun sjálfbærra lausna þarf að leita annarra leiða. Leggja þarf áherslu á faglegan stuðning í erlenda sjóði fyrir loftslagsvæna nýsköpun, rannsóknir og þróun, en jafnframt beita viðeigandi hagrænum hvötum til frumkvöðla sem vinna að gagnlegum lausnum í loftslagsmálum.

Aðgerðir í Hvatar til loftslagsvænna fjárfestinga og nýsköpunar

Þ

.

1

.

A

.

1

.

Ívilnanir á tekjuskatti vegna loftslagsvænna fjárfestinga

Þ

.

1

.

A

.

1

.

Ívilnanir á tekjuskatti vegna loftslagsvænna fjárfestinga

Ívilnanir á tekjuskatti vegna loftslagsvænna fjárfestinga

Ívilnun sem felst í lækkun tekjuskatts vegna fjárfestinga í "grænu" lausafé sem telst loftslagsvænt. Ívilnunin er í gildi til loka árs 2025 og verður hún endurskoðuð með það að markmiði að gera hana markvissari.

Markmið aðgerðar
Markmiðið er að stuðla að fjárfestingu í umhverfisvænum eignum umfram mengandi eignir. Hvatanum er ætlað að gera loftslagsvæna valkosti raunhæfari við fjárfestingarákvarðanir.
Upphaf / Endir
2021
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

2

.

Innleiðing Evrópugerða um sjálfbæran fjármálamarkað

Þ

.

1

.

A

.

2

.

Innleiðing Evrópugerða um sjálfbæran fjármálamarkað

Innleiðing Evrópugerða um sjálfbæran fjármálamarkað

Innleiða Evrópugerðir sem er ætlað að undirbyggja sjálfbæran fjármálamarkað, svo tryggja megi aðgang að hagstæðari lánakjörum fyrir loftslagsvænar lausnir.

Markmið aðgerðar
Beina fjármálakerfinu að sjálfbærum fjárfestingum
Upphaf / Endir
2023
2026
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

3

.

Markviss stuðningur við orkuskipti gegnum Orkusjóð

Þ

.

1

.

A

.

3

.

Markviss stuðningur við orkuskipti gegnum Orkusjóð

Markviss stuðningur við orkuskipti gegnum Orkusjóð

Skýra starfsreglur og úthlutun átakssjóðsins svo stjórnvöld, atvinnulíf og samfélag geti sameiginlega unnið að orkuskiptum á markvissan og skilvirkan hátt.

Markmið aðgerðar
Hámarka beinan mælanlegan samdrátt samfélagslosunar tengda styrkjum úr Orkusjóði
Upphaf / Endir
2023
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

4

.

Áhrif hagrænna hvata vegna orkuskipta

Þ

.

1

.

A

.

4

.

Áhrif hagrænna hvata vegna orkuskipta

Áhrif hagrænna hvata vegna orkuskipta

Regluleg heildstæð greining framkvæmd á áhrifum þeirra hagrænu hvata sem eru í gildi vegna orkuskipta og losun gróðurhúsalofttegunda til 2040.

Markmið aðgerðar
Skapa grundvöll fyrir upplýstar ákvarðanir um hagræna hvata sem stuðla að orkuskiptum
Upphaf / Endir
2025
2040
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

5

.

Hækkun og möguleg útvíkkun kolefnisgjalds

Þ

.

1

.

A

.

5

.

Hækkun og möguleg útvíkkun kolefnisgjalds

Hækkun og möguleg útvíkkun kolefnisgjalds

Sem hluti af innleiðingu nýs fjármögnunarkerfis vegna umferðar og orkuskipta, þar sem gert er ráð fyrir að vörugjöld á eldsneyti lækki verulega eða falli niður, verður kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hækkað í upphafi árs 2025. Skoðað verður hvernig megi útvíkka kolefnisgjald þannig að það nái til skemmtiferðaskipa.

Markmið aðgerðar
Að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og stuðla að orkuskiptum
Upphaf / Endir
2012
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

6

.

Ívilnun vegna kolefnisjöfnunar

Þ

.

1

.

A

.

6

.

Ívilnun vegna kolefnisjöfnunar

Ívilnun vegna kolefnisjöfnunar

Framlög til aðgerða sem stuðla eiga að kolefnisjöfnun eru upp að vissu marki frádráttarbær frá tekjuskatti lögaðila, t.d. skógrækt, landgræðsla, endurheimt votlendis og niðurdæling koldíoxíðs.

Markmið aðgerðar
Að auka kolefnisbindingu og samdrátt í losun með kolefnisjöfnun
Upphaf / Endir
2021
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

7

.

Stuðningur við markvissa sókn í Evrópusjóði

Þ

.

1

.

A

.

7

.

Stuðningur við markvissa sókn í Evrópusjóði

Stuðningur við markvissa sókn í Evrópusjóði

Upplýsingagjöf og markviss stuðningur við umsóknir hagaðila í Evrópusjóði vegna sjálfbærra lausna sem stuðla munu að samdrætti í losun.

Markmið aðgerðar
Hlotnir styrkir séu í það minnsta jafnir þeirri upphæð sem var lögð til af hálfu stjórnvalda í erlenda styrktarsjóði fyrir loftslagsmál
Upphaf / Endir
2021
2040
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

8

.

Sjálfbærar fjárfestingar lífeyrissjóða

Þ

.

1

.

A

.

8

.

Sjálfbærar fjárfestingar lífeyrissjóða

Sjálfbærar fjárfestingar lífeyrissjóða

Breyta lagareglum um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða til að liðka fyrir sjálfbærum fjárfestingum þeirra.

Markmið aðgerðar
Auka sjálfbærar fjárfestingar lífeyrissjóða
Upphaf / Endir
2021
2024
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

9

.

Sjálfbær fjármögnun ríkissjóðs

Þ

.

1

.

A

.

9

.

Sjálfbær fjármögnun ríkissjóðs

Sjálfbær fjármögnun ríkissjóðs

Ríkissjóður hefur gefið út grænt skuldabréf og mun skila árlegri skýrslu um áhrif einstakra útgjaldaliða þar til ráðstöfun andvirði útgáfunnar er að fullu lokið. Til greina kemur að skoða frekari útgáfu á grænum skuldabréfum styðji það við önnur markmið í aðgerðaráætlun.

Markmið aðgerðar
Að styðja við sjálfbærar fjárfestingar ríkissjóðs
Upphaf / Endir
2021
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Þ

.

1

.

A

.

10

.

Samráðshópar stjórnvalda og atvinnugreina um markvissar ívilnanir til loftslagsvænna fjárfestingar

Þ

.

1

.

A

.

10

.

Samráðshópar stjórnvalda og atvinnugreina um markvissar ívilnanir til loftslagsvænna fjárfestingar

Samráðshópar stjórnvalda og atvinnugreina um markvissar ívilnanir til loftslagsvænna fjárfestingar

Stofnaðir verða samráðshópar stjórnvalda og ákveðinna atvinnugreina um markvissar ívilnanir til loftslagsvænna fjárfestingar. Mikilvægt er að tryggja samkeppnishæfi íslenskra atvinnugreina og efnahagslegan fyrirsjáanleika til að tryggja þátttöku atvinnugreina í orkuskiptum.

Markmið aðgerðar
Markvissar fjárhagslegar ívilnanir fyrir stórar atvinnugreinar á Íslandi
Upphaf / Endir
2024
2025
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið