Hlutverk flugvalla í orkuskiptum og aukinni orkunýtni flugs er viðamikið. Flugvellir geta með bestuðum ferlum og leiðbeiningum stýrt umferð flugvéla sem fara þar um og ýtt þannig undir bætta orkunýtni í flugrekstri.
Þegar kemur að orkuskiptum innan lands munu orkusalar eða flugvellir landsins þurfa að tryggja flugrekendum nægt framboð á endurnýjanlegum orkugjöfum í takt við eftirspurn, þ.m.t. háspennutengingar fyrir raforku.