S
.
6
.
A
.

Hafnir

Hafnir spila lykilhlutverk í samdrætti losunar frá skipum. Innviðauppbygging í höfnum getur með beinum hætti stuðlað að minni bruna eldsneytis í skipum, t.a.m. með beinum rafmagnstengingum fyrir skip og báta sem liggja við hafnir.

Með aukinni eftirspurn og orkuskiptum yfir í skip knúin raforku er mikilvægt að viðeigandi hleðsluinnviðir séu fyrir hendi en stjórnvöld munu þurfa að tryggja sterkt flutnings- og dreifikerfi svo af því verði. Engin bein losuon er reiknuð frá höfnum heldur fellur hún undir losun frá skipum.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Hafnir

S

.

6

.

A

.

1

.

Uppbygging landtenginga í höfnum

S

.

6

.

A

.

1

.

Uppbygging landtenginga í höfnum

Uppbygging landtenginga í höfnum

Uppbygging háspennutenginga í stærri höfnum fyrir skip í vöruflutningum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi út frá forgangsröðun og framkvæmdaáætlunum til viðbótar við fyrirliggjandi lágspennutengingar í heimahöfnum.

Markmið aðgerðar
Landtengingar verði aðgengilegar öllum skipum þegar þau liggja við bryggju
Upphaf / Endir
2000
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

S

.

6

.

A

.

2

.

Forgangsröðun og uppbygging rafmagnshleðsluinnviða í höfnum

S

.

6

.

A

.

2

.

Forgangsröðun og uppbygging rafmagnshleðsluinnviða í höfnum

Forgangsröðun og uppbygging rafmagnshleðsluinnviða í höfnum

Greindar verða hagkvæmar leiðir að því að koma upp rafmagnshleðsluinnviðum fyrir rafknúin skip í höfnum. Unnið verður að forgangsröðun hafna og aðgerðaáætlun fyrir framkvæmdir í höfnum.

Markmið aðgerðar
Fjölga höfnum með rafmagnshleðsluinnviðum
Upphaf / Endir
2024
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

6

.

A

.

3

.

Forgangsröðun og uppbygging hreinorkuinnviða í höfnum

S

.

6

.

A

.

3

.

Forgangsröðun og uppbygging hreinorkuinnviða í höfnum

Forgangsröðun og uppbygging hreinorkuinnviða í höfnum

Greindar verða hagkvæmar leiðir, forgangsröðun og framkvæmdaáætlun um uppbyggingu áfyllingarinnviða fyrir skip knúin endurnýjanlegum orkugjöfum (öðrum en rafmagni) í höfnum, t.a.m. grænu vetni, metanóli og ammóníaki.

Markmið aðgerðar
Fjölga höfnum með hreinorkuinnviðum
Upphaf / Endir
2026
2030
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

6

.

A

.

4

.

Umhverfismiðuð gjaldtaka í höfnum

S

.

6

.

A

.

4

.

Umhverfismiðuð gjaldtaka í höfnum

Umhverfismiðuð gjaldtaka í höfnum

Hafnir skulu fá heimild til að láta gjaldskrár taka mið af umhverfissjónarmiðum með vísan til orkunýtni og kolefnisnýtni siglinga.

Markmið aðgerðar
Heimild fyrir gjaldtöku í höfnum sem innihaldi hvata til umhverfisvænni og sjálfbærari skipareksturs sé innleidd
Upphaf / Endir
2023
2025
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið