Losunin frá sjóflutningum verður til vegna bruna eldsneytis í skipum. Nú þegar sjóflutningur á skipum þyngri en 5000 brúttótonn er kominn undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir mun viðkomandi losun ekki lengur falla utan kerfa
Enn er óvíst hvaða endurnýjanlegu orkugjafar munu verða markaðsráðandi en vitað er að ólíkir aflgjafar, t.a.m. grænt ammoníak, grænt metanól, grænt vetni eða rafgeymar, munu sinna ólíkum þörfum ýmissa skipa. Nú þegar hefur vetnisskip til sjóflutninga til og frá Íslandi verið pantað.