Losun gróðurhúsalofttegunda frá vinnslurásum jarðvarmavirkjanna á sér stað í lok framleiðsluferilsins þar sem óþéttanlegar lofttegundir eru aðskildar vatngufu í eimsvala og gassogskerfi og hleypt út í andrúmsloftið. Þessi losun telur 71% af losun orkuvinnslu.
Tæknin til að nýta CO2 í eldsneyti eða binda í berg er í þróun og taka aðgerðir stjórnvalda mið af því. Nýtni hreinsibúnaðar fyrir CO2 fer eftir efnainnihaldi jarðhitavökvans en talið er að nýtni búnaðarins geti orðið allt að 90-95%. Tækifæri liggja í að draga úr losun í rekstri jarðvarmaorkuvera með hagnýtingu í þágu orkuskipta.