Menntastofnanir landsins spila lykilhlutverk í loftslagsaðgeðrum og orkuskiptum. Með áherslum á loftslagsbreytingar í grunn- og menntaskólum má ýta undir meðvitund og skilning á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á daglegt líf fólks.
Þá nýtist hærra menntunarstig til að bregðast við þeim kerfislegu umbreytingum sem eiga sér stað, sér í lagi á atvinnumarkaðnum. Með markvissri iðnmenntun, háskólamenntun, endurmenntun og símenntun má tryggja aðlögun starfsfólks og réttlát umskipti á atvinnumarkaðnum.