S
.
5
.
B
.

Breyttar ferðavenjur

Með breyttum ferðavenjum, s.s. aukinni notkun almenningssamgangna, virkum ferðamátum (gangandi eða hjólandi) og deilihagkerfislausnum, má stuðla að beinum samdrætti í losun vegna jarðefnaelds-neytisbruna ökutækja, sér í lagi einkabílsins.

Með skilvirkum lausnum, samþættingu og upplýsingagjöf má stuðla að tilfærslu fólks úr einkabílum í fyrrnefnda kosti. Þá geta fjölbreyttir ferðamátar einnig ýtt undir bætta lýðheilsu, aukin lífsgæði og sveigjanleika í dags daglega í þéttbýli. Þá má tryggja að engin losun verði til við nýtingu almenningssamgangna þegar áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa í vögnum.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Breyttar ferðavenjur

S

.

5

.

B

.

1

.

Uppbygging hjóla- og göngustíga

S

.

5

.

B

.

1

.

Uppbygging hjóla- og göngustíga

Uppbygging hjóla- og göngustíga

Ríkið styður við uppbyggingu hjóla- og göngustíga með fjárveitingum, aðlögun regluverks og að mótuð verði stefna og aðgerðaáætlun um virka ferðamáta, m.a. hjólreiða og smáfarartækja.

Markmið aðgerðar
Aukning göngu- og hjólastíga
Upphaf / Endir
2020
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

S

.

5

.

B

.

2

.

Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum

S

.

5

.

B

.

2

.

Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum

Ívilnanir fyrir kaup á reiðhjólum

Áfram verður virðisaukaskattur felldur niður af öllum reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafmagnshlaupahjólum. Um er að ræða ferðamáta sem hafa, ásamt göngu, lægsta kolefnissporið. Skattstyrkir tóku fyrst gildi 1. janúar 2020.

Markmið aðgerðar
Fleiri ferðir með virkum ferðamátum
Upphaf / Endir
2020
2024
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

S

.

5

.

B

.

3

.

Uppbygging hágæðaalmenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

S

.

5

.

B

.

3

.

Uppbygging hágæðaalmenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

Uppbygging hágæðaalmenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

Ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu vinna að uppbyggingu hágæðaalmenningssamgöngukerfis í samræmi við samkomulag um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.

Markmið aðgerðar
Aukin notkun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með tilkomu hágæðaalmenningssamgöngukerfis sem dregur úr notkun einkabílsins
Upphaf / Endir
2019
2040
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

S

.

5

.

B

.

4

.

Þjónustumiðaður rekstur almenningssamgangna styrktur um land allt

S

.

5

.

B

.

4

.

Þjónustumiðaður rekstur almenningssamgangna styrktur um land allt

Þjónustumiðaður rekstur almenningssamgangna styrktur um land allt

Ríkið styður við rekstur almenningssamgangna á hreinorku með fjárveitingum og bættu lagaumhverfi, en tryggja þarf viðeigandi tíðni í heildstæðara, skilvirkara og þjónustumiðaðra leiðakerfi um land allt.

Markmið aðgerðar
Aukin notkun almenningssamgangna þannig að hlutfall almenningssamgangna utan höfuðborgarsvæðisins verði 26% sbr. mælikvarða samgönguáætlunar
Upphaf / Endir
2012
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

S

.

5

.

B

.

5

.

Almenningssamgöngur á hreinorku milli höfuðborgarsvæðisins og KEF

S

.

5

.

B

.

5

.

Almenningssamgöngur á hreinorku milli höfuðborgarsvæðisins og KEF

Almenningssamgöngur á hreinorku milli höfuðborgarsvæðisins og KEF

Áætlun verður mótuð og tilraunaverkefni hafið um almenningssamgöngur á hreinorku milli höfuðborgarsvæðis og KEF m.t.t. þjónustuþarfar og aðstöðu farþega.

Markmið aðgerðar
Fækka ferðum einkabíla og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna ferða milli höfuðborgarsvæðis og KEF (Suðurnesja)
Upphaf / Endir
2024
2026
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

S

.

5

.

B

.

6

.

Aukin upptaka deilihagkerfis í samgöngum

S

.

5

.

B

.

6

.

Aukin upptaka deilihagkerfis í samgöngum

Aukin upptaka deilihagkerfis í samgöngum

Greind verði staða og þróun deilihagkerfis í samgöngum, mótuð stefna og ráðist í aðgerðir til að stuðla að bættu umhverfi fyrir deilihagkerfi í samgöngum.

Markmið aðgerðar
Færri ökutæki í umferð á hvern íbúa, þ.e. betri nýting hverrar skráðrar bifreiðar
Upphaf / Endir
2025
2028
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

S

.

5

.

B

.

7

.

Gagnvirk upplýsingaveita almenningssamgangna, göngu- og hjólaleiða

S

.

5

.

B

.

7

.

Gagnvirk upplýsingaveita almenningssamgangna, göngu- og hjólaleiða

Gagnvirk upplýsingaveita almenningssamgangna, göngu- og hjólaleiða

Mótuð verði og innleidd gagnvirk upplýsingaveita fyrir heildstætt almenningssamgöngukerfi, göngu- og hjólaleiðir.

Markmið aðgerðar
Koma upp gagnvirkri upplýsingaveitu fyrir almenningssamgöngukerfi, göngu- og hjólaleiðir
Upphaf / Endir
2024
2026
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið