Með breyttum ferðavenjum, s.s. aukinni notkun almenningssamgangna, virkum ferðamátum (gangandi eða hjólandi) og deilihagkerfislausnum, má stuðla að beinum samdrætti í losun vegna jarðefnaelds-neytisbruna ökutækja, sér í lagi einkabílsins.
Með skilvirkum lausnum, samþættingu og upplýsingagjöf má stuðla að tilfærslu fólks úr einkabílum í fyrrnefnda kosti. Þá geta fjölbreyttir ferðamátar einnig ýtt undir bætta lýðheilsu, aukin lífsgæði og sveigjanleika í dags daglega í þéttbýli. Þá má tryggja að engin losun verði til við nýtingu almenningssamgangna þegar áhersla er lögð á endurnýjanlega orkugjafa í vögnum.