S
.
7
.
C
.

Meðhöndlun skólps

Losun frá skólpi kemur til þar sem skólp fer ómeðhöndlað í viðtaka og taldi 8% af losun úrgangsstjórnunar 2022. Með innviðauppbyggingu í tengslum við fráveitumál sveitarfélaga má auka hreinsun á skólpi og draga þar með úr þeirri losun sem það veldur.

Aukin skilvirkni næst með því að halda úrgangsstraumum aðskildum frá myndun þeirra. Takist vel til að skilja viðkomandi strauma að og lágmarka magn lífræns úrgangs sem endar í fráveitu mætti nýta við-komandi úrgang til frekari vinnslu og verðmætasköpunar

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Meðhöndlun skólps

S

.

7

.

C

.

1

.

Samvinnuverkefni um grænar lausnir í fráveitumálum

S

.

7

.

C

.

1

.

Samvinnuverkefni um grænar lausnir í fráveitumálum

Samvinnuverkefni um grænar lausnir í fráveitumálum

Lífræn efni í fráveitu leiða til losunar gróðurhúsalofttegunda. Tryggja þarf að lífrænar hliðarafurðir fari í hringrásarhagkerfið svo skapa megi frekari verðmæti úr viðkomandi straumum. Ýmis tækni er í þróun og mikilvægt að innleiða bætta hreinsun á upprunastöðum. Verkefnið er flókið sökum stöðu tækniþróunar og því mikilvægt að það sé unnið og útfært frekar í nánu samstarfi við hagsmunaaðila.

Markmið aðgerðar
Lágmarka magn lífrænna hliðarafurða sem enda í fráveitu og viðtaka.
Upphaf / Endir
2024
Staða aðgerðar
Fyrirhugað
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

C

.

2

.

Fjárhagslegur stuðningur við innviðauppbyggingu fyrir skólp

S

.

7

.

C

.

2

.

Fjárhagslegur stuðningur við innviðauppbyggingu fyrir skólp

Fjárhagslegur stuðningur við innviðauppbyggingu fyrir skólp

Bæta þarf núverandi hreinsivirki til að auka hreinsun skólps með innviðauppbyggingu. Ríkið styrki innviðauppbyggingu í einstökum byggðakjörnum á vegum sveitarfélaga til að bæta hreinsun fráveitu. Reiknað er með að vinnslan hefjist með fullum afköstum árið 2030. Um er að ræða níu svæði: Hafnarfjörð, höfuðborgarsvæðið, Keflavík/Njarðvík, Akranes, Dalvík, Akureyri, Vestmannaeyjar, Grindavík og Þorlákshöfn.

Markmið aðgerðar
Auka hreinsun skólps á Íslandi með innviðauppbyggingu á níu stöðum árið 2030.
Upphaf / Endir
2020
2040
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið