S
.
7
.
A
.

Úrgangsforvarnir

Samdráttur í úrgangsmyndun er forgangsmál þegar kemur að hugmyndafræði hringrásarhagkerfis. Mikilvægt er að draga úr myndun úrgangs, og nýta þannig betur aðföng, hvort heldur sem er meðal almennings eða hjá rekstraraðilum

Í bættri nýtingu aðfanga felst bæði almenn hagkvæmni, en einnig aukið sjálfstæði gagnvart innflutningi. Með auknum úrgangs¬forvörnum má bæði vekja athygli á því hvað betur má fara og byggja sömuleiðis grunn að skilvirku kerfi sem stuðlar að slíkri nýtingu og viðeigandi nýsköpun. Stjórnvöld hafa þegar lagt til stefnur og aðgerðaáætlanir í málaflokknum, bæði heildarstefnu um úrgangsmál og áætlun vegna matarsóunar.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Úrgangsforvarnir

S

.

7

.

A

.

1

.

Eftirfylgni aðgerða úr heildarstefnu um úrgangsmál

S

.

7

.

A

.

1

.

Eftirfylgni aðgerða úr heildarstefnu um úrgangsmál

Eftirfylgni aðgerða úr heildarstefnu um úrgangsmál

Urðun á úrgangi sem inniheldur lífrænt efni veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að koma í veg fyrir úrgangsmyndun og koma viðeigandi úrgangsstraumum í aðra farvegi er dregið úr losun. „Í átt að hringrásarhagkerfi“ samanstendur af „Saman gegn sóun“ (úrgangsforvarnarstefna) og „Stefnu um meðhöndlun úrgangs“. „Saman gegn sóun“ er í endurskoðun árið 2024. Mikilvægt er að fylgja aðgerðum eftir úr þessum stefnum með markvissri vinnu.

Markmið aðgerðar
Ná markmiðum stefnu um meðhöndlun úrgangs.
Upphaf / Endir
2023
2032
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

S

.

7

.

A

.

2

.

Innleiðing aðgerðaáætlunar „Minni matarsóun“

S

.

7

.

A

.

2

.

Innleiðing aðgerðaáætlunar „Minni matarsóun“

Innleiðing aðgerðaáætlunar „Minni matarsóun“

Meðhöndlun matarleifa veldur losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að koma í veg fyrir matarsóun og með því að koma matarleifum í aðra farvegi en urðun er dregið úr losun. Heildstæð áætlun um markvissar aðgerðir gegn matarsóun til næstu ára kom út í september 2021, undir heitinu „Minni matarsóun“. Í áætluninni eru 24 aðgerðir, að hluta á ábyrgð íslenskra stjórnvalda og að hluta á ábyrgð atvinnulífsins. Auk þessa hafa verið sett markmið um 30% samdrátt í matarsóun í allri virðiskeðju matvæla hérlendis fyrir árið 2025 og um 50% samdrátt fyrir árið 2030, sbr. viðauka við „Saman gegn sóun“, almenna stefnu um úrgangsforvarnir 2016–2027.

Markmið aðgerðar
Minnka matarsóun á mann um 50% fyrir árið 2030 miðað við árið 2022.
Upphaf / Endir
2021
2030
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið