Með losun frá vélum og tækjum er átt við bruna jarðefnaeldsneytis í ýmsum iðnaði utan mannvirkjagerðar og landbúnaðar, sem telur 1% af losun smærri iðnaðar.
Svo sporna megi gegn slíkri losun má ráðast í orkuskipti véla og tækjabúnaðar sem myndu einnig bæta staðbundin loftgæði, vinnuskilyrði þeirra starfsmanna sem við þau starfa og auka hagkvæmni í rekstri viðeigandi búnaðar miðað við núverandi verðlag mismunandi orkugjafa.