Auka gagnaöflun og rannsóknir til að styðjast við í upplýsingagjöf um loftslagsmál. Miðlunarstefna þarf að fylgja með samræmdri orða- og hugtakanotkun til að auka skilning á málefninu og höfða til samfélagsins alls.
Markmið aðgerðar
Miðla upplýsingum um loftslagsmál á aðgengilegan og áreiðanlegan hátt, byggt á traustum gögnum
Meta hvaða lýðheilsuvísa vantar, hvaða gögn eru til og hvaða gögn vantar til að fjölga lýðheilsuvísum vegna loftslagsáhrifa, ásamt því að skilgreina, finna og birta fleiri loftslagstengda vísa
Markmið aðgerðar
Fjölga lýðheilsuvísum sem bæði hafa þýðingu fyrir heilsu fólks og umhverfisins og draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum.
Endurskoða gátlista heilsueflandi starfs á vegum embættis landlæknis m.t.t. loftslagsáherslna, velsældarhagkerfis og ábyrgrar neyslu, til að styðja markvisst við sveitarfélög, skóla og vinnustaði.
Aðlaga loftslagsstefnu Stjórnarráðsins svo hún nái einnig yfir ríkisstofnanir og vinna sömuleiðis að nýrri aðgerðaáætlun fyrir 2024-2027.
Markmið aðgerðar
Að Stjórnarráðið verði til fyrirmyndar í loftslagsmálum og bindi meiri koltvísýring en það losar. Dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda í allri starfsemi Stjórnarráðsins, auk þess sem öll losun verður kolefnisjöfnuð við árslok 2019 og meira til. Stjórnarráðið mun jafnframt draga úr losun sinni á CO2 samtals um 40% til ársins 2030 m.v. 2018
Leggja fram skýrslu um áherslur stjórnvalda vegna orkuskipta og nauðsynlegra innviða og framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa út frá framboði hráefna og eftirspurnar á markaði.
Markmið aðgerðar
Koma á skýrri framtíðarsýn um framkvæmd orkuskipta þvert á samfélagið
Fjárhagslegt framlag í sérstaka sjóði UNFCCC með það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í lág- og millitekjuríkjum og styðja við viðbrögð þróunarríkja vegna loftslagsvár.
Markmið aðgerðar
Stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í lág- og millitekjuríkjum