Til að virkja samfélagið allt í þágu loftslagsmála og orkuskipta er mikilvægt að upplýsingar séu aðgengilegar og á skiljanlegu máli.
Með skýrri upplýsingagjöf til almennings er átt við túlkun og aðlögun viðkomandi upplýsinga svo miðlun þeirra beri tilætlaðan árangur. Hafa ber í huga þverlæga tengingu loftslagsmála við aðra þætti í daglegu lífi almennings, s.s. lýðheilsu. Því er þeim mun mikilvægara að upplýsingum um viðeigandi tengingu sé haldið til haga og miðlað með markvissum hætti.