Loftslagsbreytingar valda stórtækum breytingum á samfélagi okkar, hvort sem það er í daglegu lífi, á vinnumarkaðnum eða í umhverfinu.
Réttlát umskipti og sjálfbær þróun er áherslumál stjórnvalda og lykilþáttur í að tryggja velsæld og góð lífskjör fyrir samfélagið allt. Aðgerðaáætlun þessi verður því greind út frá áhrifum á ólíka samfélagshópa, m.a. svo unnt sé að meta þörf á mögulegum mótvægisaðgerðum eða aðlögunum.