Stefnumótun þvert á Stjórnarráðið þarf að endurspegla markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna bindingu kolefnis.
Með tengingu aðgerðaáætlunar við aðrar stefnur stjórnvalda er líklegra að þau markmið sem við höfum sett okkur, bæði í loftslagsmálum og öðrum umhverfis og samfélagsflokkum náist. Áætlanir byggðar á traustum grunni eru líklegri til árangurs og því mikilvægt að upplýsingaöflun sé gerð með stöðluðum og markvissum hætti.