Losun frá búfé á sér einkum stað vegna iðragerjunar í nautgripa- og sauðfjárrækt og geymslu búfjáráburðar og telur hún 62% af losun landbúnaðar.
Mikilvægt er að stuðla að samdrætti í losun hvers þess grips og ýta undir aukna framleiðni gripa á sama tíma og stuðlað er að matvælaöryggi í landinu. Skilvirkustu aðferðir til að draga úr losun frá búfé felast í breyttum framleiðsluháttum og byggjast á bættri þekkingu um losun íslenskra gripa. Tímasetningar burðar og slátrunar geta skipt máli, sem og fóðrun og íblöndun.