Bruni eldsneytis í öðrum smærri iðnaði telur 46% af losun smærri iðnaðar og er m.a. í matvælaiðnaði (án fiskimjölsverksmiðja). Að auki er hér meðtalin losun vegna olíubruna á heimilum.
Unnt er að ýta undir samdrátt með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Þegar hefur fengist reynsla á slík umskipti og því mikilvægt að sú vegferð haldi áfram.