Ljóst er að Ísland muni standa frammi fyrir fjárhagslegum afleiðingum nái landið ekki tilætluðum árangri vegna skuldbindinga sinna um samdrátt í samfélagslosun (ESR), sem og samdrátt losunar og og aukinni bindiningu kolefnis innan flokks landnotkunar (LULUCF).
Auka þarf gagnsæi vegna loftslagsaðgerða hins opinbera, sem og um möguleg áhrif loftslagsmála á ríkissjóð. Slíkt gagnsæi getur nýst sem aðhaldstól, hvort heldur sem er fyrir innri eða ytri hagaðila.