L
.
1
.
D
.

Verndun kolefnisríks jarðvegs og gróðurs í skipulagi.

Skipulagsáætlanir sveitarfélaga gegna mikilvægu hlutverki við stefnumörkun í loftslagsmálum þar sem þar eru teknar ákvarðanir um fyrirkomulag byggðar og landnotkunar

Með áherslum og aðgerðum í skipulagi er hægt að stuðla að bættri landnýtingu og því er mikilvægt að fyrir liggi leiðbeiningar um hvernig vernda megi kolefnisrík vistkerfi, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis með skipulagsgerð. Leitað verður eftir breiðri samvinnu hagaðila á landsvísu um vernd og endurheimt kolefnisríkra vistkerfa og hvar helstu tækifæri liggja í breyttri landnotkun í þágu loftslagsmála og vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Auk þess er mikilvægt að greina veikleika í núverandi regluverki og framfylgd þess um verndun votlendis og annarra vistkerfa.

CO2 ígildi
0
þ
.
t

Aðgerðir í Verndun kolefnisríks jarðvegs og gróðurs í skipulagi.

L

.

1

.

D

.

1

.

Skipulagsgerð sem styður við markmið um kolefnishlutleysi

L

.

1

.

D

.

1

.

Skipulagsgerð sem styður við markmið um kolefnishlutleysi

Skipulagsgerð sem styður við markmið um kolefnishlutleysi

Skipulagsáætlanir sveitarfélaga gegna mikilvægu hlutverki við stefnumörkun í loftslagsmálum þar sem þar eru teknar ákvarðanir um fyrirkomulag byggðar og landnotkunar. Með áherslum og aðgerðum í skipulagi er hægt að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu með ýmsum hætti. Breytt landnotkun hefur áhrif á líffræðilega fjölbreytni og tryggja þarf að fjallað sé um líffræðilega fjölbreytni við stefnumörkun og framfylgd skipulagsáætlana. Mikilvægt er að útvega sveitarfélögum til þess bær verkfæri ásamt bestu fáanlegu gögnum hverju sinni.

Markmið aðgerðar
Að vernda kolefnisrík vistkerfi, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu kolefnis með skipulagsgerð.
Upphaf / Endir
2025
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Innviðaráðuneytið

L

.

1

.

D

.

2

.

Greining á stjórntækjum til verndunar kolefnisríkra vistkerfa

L

.

1

.

D

.

2

.

Greining á stjórntækjum til verndunar kolefnisríkra vistkerfa

Greining á stjórntækjum til verndunar kolefnisríkra vistkerfa

Aðgerðin felur í sér að kortleggja og greina stjórntæki sem vinna að aukinni verndun kolefnisríkra vistkerfa. Greina þarf regluverk sem tengist verndun votlendis og kortleggja veikleika vegna leyfa, heimilda og viðurlaga.

Markmið aðgerðar
Að greina stjórntæki til að sporna við þurrkun votlendis.
Upphaf / Endir
2024
2025
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

L

.

1

.

D

.

3

.

Landshluta- og svæðisáætlanir í landgræðslu og skógrækt

L

.

1

.

D

.

3

.

Landshluta- og svæðisáætlanir í landgræðslu og skógrækt

Landshluta- og svæðisáætlanir í landgræðslu og skógrækt

Unnið verði að gerð svæðis- og landshlutaáætlana í landgræðslu og skógrækt í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög, landeigendur og félagasamtök um áherslur eftir svæðum og hvernig best verði unnið m.a. að markmiðum um kolefnishlutleysi með vernd líffræðilegrar fjölbreytni að leiðarljósi. Með því er grunnur lagður að sameiginlegri sýn á þau tækifæri sem liggja í sjálfbærri nýtingu lands, uppbyggingu auðlinda, jarðvegsvernd og vernd og endurheimt vistkerfa og stuðla þannig að aukinni sátt og samstöðu um aðgerðir.

Markmið aðgerðar
Að til verði áætlanir fyrir alla landshluta og sveitarfélög um vernd og uppbyggingu kolefnisríkra vistkerfa.
Upphaf / Endir
2022
2026
Staða aðgerðar
Í framkvæmd
Ábyrgðaraðili
Matvælaráðuneytið

L

.

1

.

D

.

4

.

Viljayfirlýsing um samstarf á sviði verndar og endurheimt kolefnisríkra vistkerfa

L

.

1

.

D

.

4

.

Viljayfirlýsing um samstarf á sviði verndar og endurheimt kolefnisríkra vistkerfa

Viljayfirlýsing um samstarf á sviði verndar og endurheimt kolefnisríkra vistkerfa

Aðgerðin felur í sér að koma á fót samstarfsverkefni hagaðila á landsvísu um verndun og endurheimt kolefnisríkra vistkerfa. Viljayfirlýsingin felur í sér ákall um mikilvægi þess að vernda kolefnisrík vistkerfi landsins. Einnig er lögð áhersla á að byggja upp og endurheimta vistkerfi sem hafa raskast og líffræðilega fjölbreytni þeirra. Með því að vernda og endurheimta vistkerfi er um leið verið að auka viðnámsþrótt og þanþol vistkerfa gagnvart náttúrulegum áföllum og náttúruvá, ásamt því að auka kolefnisbindingu þeirra.

Markmið aðgerðar
Búa til vettvang til að efla skilning á mikilvægi verndunar og endurheimtar kolefnisríkra vistkerfa.
Upphaf / Endir
2024
2025
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Forsætisráðuneytið

L

.

1

.

D

.

5

.

Endurskoða leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana

L

.

1

.

D

.

5

.

Endurskoða leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana

Endurskoða leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana

Aðgerðin felur í sér að endurskoða leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana þannig að loftslagsáhrif vegna rasks á kolefnisríkum vistkerfum verði metin og magntekin. Endurskoða þarf leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana þannig að losun gróðurhúsalofttegunda verði metin og magntekin. Leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda voru gefnar út árið 2005, með endurbótum árið 2012, en síðan þá hafa lög og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana verið uppfærð en leiðbeiningarnar ekki.

Markmið aðgerðar
Að beina framkvæmdum frá kolefnisríkum vistkerfum með betri leiðbeiningum í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana og eftirfylgni.
Upphaf / Endir
2025
Staða aðgerðar
Á hugmyndastigi
Ábyrgðaraðili
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið