Losun frá mannvirkjagerð kemur til vegna notkunar jarðefnaeldsneytis í tækjabúnaði atvinnutækja á framkvæmdastað og telur 61% af losun smærri iðnaðar. Þau tæki sem keyra því um vegi landsins, þ.e. vörubílar, eru flokkuð undir S.5 Ökutæki og innviðir.
Svo sporna megi gegn losun þessari er til skamms tíma litið mikilvægt að auka orkunýtni, sem eykur samhliða hagkvæmni í rekstri. Í þeim tilfellum sem tækniþróun leyfir þarf þó að ráðast í orkuskipti viðkomandi véla og tækjabúnaðar.