D.4.2.

Samstarf við Aðlögunarsjóðinn

Aðlögunarsjóðurinn (e. Adaptation Fund) fjármagnar verkefni í þróunarríkjunum sem er ætlað að styðja við aðlögun þeirra að loftslagsbreytingum, styrkja innviði og stuðla að sjálfbærri þróun í samræmi við Heimsmarkmið SÞ.

Verkefni á vegum sjóðsins lúta m.a. að því að bæta viðbúnað gegn náttúruhamförum, styðja við sjálfbæra nýtingu og landgræðslu, draga úr vatnsskorti, efla matvælaöryggi og laga landbúnað að breytingum á loftslagi og tryggja lífsviðurværi í samfélögum sem eru viðkvæm fyrir loftslagsáhrifum. Samstarf Íslands við Aðlögunarsjóðinn er í formi árlegra fjárhagslegra framlaga, virkrar þátttöku og eftirfylgni með starfi sjóðsins.

Aðalflokkar
Aukaflokkar
No items found.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Árlegt framlag.
  • Þátttaka í starfi kjördæmis og norrænu samstarfi.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Utanríkisráðuneyti
Framkvæmd
Aðlögunarsjóðurinn
Upphaf / Endir
2024
2026
Áætlaður kostnaður
85 m. kr. á ári
Staða aðgerðar
Í framkvæmd