D.4.1.

Samstarf við SOFF, sjóð um kerfisbundnar veðurathuganir

Sjóður um kerfisbundnar veðurathuganir, Systematic Observations Financing Facility (SOFF), er samstarf þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna (Alþjóðaveðurfræðistofnunin, Þróunaráætlun SÞ og Umhverfisstofnun SÞ) með þátttöku aðildarríkja og alþjóðlegra fjármálastofnana.

Sjóðurinn hefur að markmiði að efla getu í fátækustu ríkjunum til að fylgjast með, spá fyrir um og meta þörf þeirra, til að sinna veðurathugunum. Þá er sjóðnum ætlað að styðja við öflun og greiningu á betri veður- og loftslagsgögnum þar sem athuganir eru takmarkaðar, sem stuðlar að nákvæmari spá á heimsvísu. Þannig er betur hægt að bregðast við náttúruhamförum og aðlögun að loftslagsbreytingum.

Aukaflokkar
No items found.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Árlegt fjárhagslegt framlag til SOFF. 
  • Seta Íslands (UTN) í stýrinefnd SOFF. 
  • Framlag Veðurstofunnar til SOFF.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Utanríkisráðuneyti
Framkvæmd
SOFF í samstarfi við framkvæmdaraðila
Upphaf / Endir
2025
2026
Áætlaður kostnaður
50 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í framkvæmd