
Sjóður um kerfisbundnar veðurathuganir, Systematic Observations Financing Facility (SOFF), er samstarf þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna (Alþjóðaveðurfræðistofnunin, Þróunaráætlun SÞ og Umhverfisstofnun SÞ) með þátttöku aðildarríkja og alþjóðlegra fjármálastofnana.
Sjóðurinn hefur að markmiði að efla getu í fátækustu ríkjunum til að fylgjast með, spá fyrir um og meta þörf þeirra, til að sinna veðurathugunum. Þá er sjóðnum ætlað að styðja við öflun og greiningu á betri veður- og loftslagsgögnum þar sem athuganir eru takmarkaðar, sem stuðlar að nákvæmari spá á heimsvísu. Þannig er betur hægt að bregðast við náttúruhamförum og aðlögun að loftslagsbreytingum.