D.3.5.

Samráð og íbúaþátttaka

Markmið þessa verkefnis er að framkvæma vandað, upplýst og aðgengilegt samráð með íbúum sveitarfélaga (og öðrum hagaðilum) til að skapa umræður og draga fram upplýsingar í tengslum við áhættu- og viðkvæmnimat vegna loftslagsbreytinga.

Jákvæð samlegðaráhrif þessarar aðgerðar eru m.a. aukin geta sveitarfélaga til að framkvæma vandaða íbúaþátttöku og aukin vitund íbúa um áhrif loftslagsbreytinga, mikilvægi aðlögunar að loftslagsbreytingum og þau viðbragðsúrræði sem í boði eru.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Hanna og innleiða aðferðafræði fyrir vandað, upplýst og aðgengilegtíbúasamráð, með sérstaka áherslu á aðlögun að loftslagsbreytingum.
  • Þýðing og staðfærsla á skoska Place Standard Tool (bæði grunntólinu ogloftslagslinsuviðbótinni).
  • Halda vinnustofur með íbúum, starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarfélagaum aðlögun að loftslagsbreytingum út frá staðbundnum aðstæðum þar sem m.a. verðursnert á skipulagsgerð, landnotkun, innviðum, vitundarvakningu,viðbragðsáætlunum og viðnámsþrótti samfélaga, með sérstakri áherslu áaðgengismál. Vinnustofurnar munu einblína á að kalla fram verðmætar upplýsingarfrá íbúum hvers svæðis og skoðanir á mismunandi aðlögunaraðgerðum sem mununýtast sveitarfélögum í ákvarðanatöku um loftslagsaðlögun.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Samband íslenskra sveitarfélaga
Framkvæmd
Samband íslenskra sveitarfélaga
Upphaf / Endir
2027
2031
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað