D.3.4.

Aðlögun að loftslagsbreytingum í sveitarfélögum

Síðustu ár hefur Byggðastofnun leitt aðgerð C.10 á aðgerðaáætlun byggðaáætlunar 2022–2026 í samstarfi við Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.

Þessi aðgerð byggir á aðgerð C.10 í byggðaáætlun og er markmiðið að auka getu og bolmagn íslenskra sveitarfélaga til að móta staðbundnar aðgerðir og áætlanir til aðlögunar að áhrifum loftslagsbreytinga. Þetta verður gert með því að taka saman og meta fyrri reynslu af áhættu- og viðkvæmnimatsgerð íslenskra sveitarfélaga og hanna leiðbeiningar og sniðmát, sem nýtt verða til þjálfunar innan sveitarfélaga í framhaldinu.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Útbúa aðferðafræði og leiðbeiningar um hvernigsveitarfélög skuli framkvæma áhættu- og viðkvæmnimat m.t.t. loftslagsbreytingameð því að taka saman og meta reynsluna úr aðgerð C.10 úr byggðaáætlun.
  • Styðja sveitarfélög til að móta aðlögunaraðgerðirí samræmi við niðurstöður viðkvæmni- og áhættumats.
  • Gera leiðbeiningar og sniðmát um gerð áhættu-og viðkvæmnimats og aðlögunaráætlana aðgengilegar í Verkfærakistu loftslagsvænnisveitarfélaga.
  • Halda vinnustofur með sveitarfélögum til aðkoma þeim af stað í því að nota leiðbeiningarnar um framkvæmd áhættu- ogviðkvæmnimats.
  • Halda aðra umferð vinnustofa með sveitarfélögumtil að koma þeim af stað í því að móta aðlögunaraðgerðir í samræmi viðniðurstöður viðkvæmni- og áhættumatsins.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Samband íslenskra sveitarfélaga
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Framkvæmd
Byggðastofnun, Veðurstofa Íslands, Skipulagsstofnun, og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Upphaf / Endir
2022
2031
Áætlaður kostnaður
Innan ramma fjárlaga
Staða aðgerðar
Í útfærslu