D.3.1.

Útvíkkuð Verkfærakista loftslagsvænni sveitarfélaga

Markmið þessa verkefnis er að auka getu og bolmagn íslenskra sveitarfélaga til að taka ákvarðanir um og framkvæma aðlögun að loftslagsbreytingum.

Þetta verður gert með því að auka magn, fjölbreytni og aðgengi að fræðsluefni, leiðbeiningum, sniðmátum og öðru gagnlegu efni um aðlögun að loftslagsbreytingum í samhengi íslenskra sveitarfélaga.

Aukaflokkar

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Hanna og setja í loftið vefsvæði sem væri eins konar kaupstaður (e. one-stop-shop) þar sem sveitarfélög gætu nálgast upplýsingar og alls kyns gagnlegt efni um aðlögun að loftslagsbreytingum í samhengi sveitarfélaga. Þetta yrði viðbót við Verkfærakistu loftslagsvænni sveitarfélaga sem inniheldur að svo stöddu einungis upplýsingar og stuðningsefni um mótvægisaðgerðir.
  • Safna saman þeim leiðbeiningum og sniðmátum sem til eru um aðlögun að loftslagsbreytingum í samhengi sveitarfélaga og gera efnið aðgengilegt í Verkfærakistu loftslagsvænni sveitarfélaga (m.a. efni um skipulagsgerð, landnotkun, viðhald og uppbyggingu innviða, viðbragðsáætlanir, loftslagsþol og viðnámsþrótt íbúa).
  • Útbúa leiðbeiningar og sniðmát sem ekki er þegar til um aðlögun að loftslagsbreytingum í samhengi sveitarfélaga og gera það aðgengilegt í Verkfærakistu loftslagsvænni sveitarfélaga.
  • Safna saman og framleiða nýtt fræðsluefni fyrir sveitarfélög til að auka skilning þeirra á aðlögun að loftslagsbreytingum og getu þeirra til að taka ákvarðanir um og hrinda í framkvæmd aðgerðum til að aðlagast loftslagsbreytingum.
  • Vekja athygli á Verkfærakistu loftslagsvænni sveitarfélaga og nýrri viðbót um aðlögun að loftslagsbreytingum, m.a. í gegnum samfélagsmiðla, fréttabréf, opna fundi, upptökur og ráðstefnur.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Samband íslenskra sveitarfélaga
Framkvæmd
Samband íslenskra sveitarfélaga
Upphaf / Endir
2027
2030
Áætlaður kostnaður
5 m. kr á ári
Staða aðgerðar
Í framkvæmd