D.2.4.

Fræðsla og miðlun til almennings á vegum safna

Skapandi og lifandi fræðsla til almennings, og sérstaklega barna, um áhrif loftslagsbreytinga í gegnum faglegt safnastarf. Söfn eru lifandi vettvangur til samfélagslegs samtals um söguna, nútíðina og framtíðina.

Söfn á borð við Náttúruminjasafn Íslands fræða almenning um íslenska náttúru og nauðsynlegt er að þau fjalli einnig um áhrif loftslagsbreytinga. Aukin þekking almennings um áhrif loftslagsbreytinga er til þess fallin að breyta viðhorfum og athöfnum fólks í þá átt að stuðla að umhverfisvernd og sjálfbærni.

Aukaflokkar
No items found.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Samstarf háskóla-og rannsóknastofnana við söfnin.
  • Átaksverkefni viðað útbúa fræðsluefni.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti
Framkvæmd
Náttúruminjasafn Íslands og önnur höfuðsöfn
Upphaf / Endir
2026
2030
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað