D.2.3.

Efling Sjálfbærnistofnunar HÍ

Sjálfbærnistofnun HÍ ynni að því að styðja við vísindamiðlun til almennings og innan háskólasamfélagsins með samstarfi allra háskóla á landinu, styddi samstarf og samtal ólíkra aðila og verkefna á sviði aðlögunar loftslagsbreytinga og, sem hluti af því, mótaði tengslanet doktorsnema og nýdoktora á fjölbreyttum fagsviðum sem vinna rannsóknir á sviði loftslagsmála og aðlögunar loftslagsbreytinga. Styrkt verði samstarf við stofnanir, s.s. Veðurstofu Íslands og Umhverfis- og orkustofnun. Skoðað verði að stofna þverfræðilegt loftslagssetur.

Helstu verkefni væru því að efla fræðslu, miðlun og samstarf um aðlögun að loftslagsbreytingum innan háskólasamfélagsins og leiða saman ólík fræðasvið. Markmiðið með því væri að styrkja vísindalega þekkingu og miðlun hennar til stjórnvalda, almennings og hagaðila ásamt því að efla þverfaglegt samstarf um rannsóknir. Með því að tryggja samstarf og tengslamyndun mætti auka þann slagkraft sem þegar er til staðar og nýta þannig fjármuni, mannauð og þekkingu betur.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Efling fræðslu ogmiðlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum. 
  • Kortlagning árannsóknarverkefnum sem snúa að aðlögun að loftslagsbreytingum á Íslandi og erufjármögnuð í gegnum samkeppnissjóði eða fjárveitingar stofnana.
  • Þekkingarmiðlunmilli rannsóknarhópa, stofnana, fyrirtækja, stefnumótenda og almennings.
  • Uppbygging miðlægsvettvangs fyrir miðlun vísindarannsókna og stefnumótandi ráðgjöf.
  • Hönnun og kynning áefni sem styður við vísindalæsi og eykur vitund um aðlögun aðloftslagsbreytingum.
  • Menntunog þjálfun í aðlögun að loftslagsbreytingum
  • Tengslamyndunfyrir doktorsnema sem vinna rannsóknir á sviði loftslagsmála og aðlögunar aðloftslagsbreytingum.  
  • Samþættingrannsókna og þverfaglegt samstarf. 
  • Stofnun þverfaglegssamstarfsnets háskóla og stofnana um rannsóknir, fræðslu og miðlun á aðlögun aðloftslagsbreytingum. Skoðað verði að stofna þverfræðilegt loftslagssetur.

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti
Framkvæmd
Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands
Upphaf / Endir
2026
2028
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað