
Verkefnið miðar að því að skapa vettvang til að styðja við þróun og innleiðingu skilvirkra, samhæfðra og samræmdra viðbragðsáætlana ríkis, sveitarfélaga og stofnana á þeirra vegum og fyrirtækja sem reka mikilvæga innviði sem stuðla að markvissum viðbrögðum þegar hamfarir verða.
Verkefnið mun stuðla að aukinni samvinnu og skilvirkni í almannavarnaástandi, með áherslu á að vernda líf, umhverfi og eignir.