D.2.2.

Samhæfðar viðbragðsáætlanir

Verkefnið miðar að því að skapa vettvang til að styðja við þróun og innleiðingu skilvirkra, samhæfðra og samræmdra viðbragðsáætlana ríkis, sveitarfélaga og stofnana á þeirra vegum og fyrirtækja sem reka mikilvæga innviði sem stuðla að markvissum viðbrögðum þegar hamfarir verða.

Verkefnið mun stuðla að aukinni samvinnu og skilvirkni í almannavarnaástandi, með áherslu á að vernda líf, umhverfi og eignir.

Verkþættir

Verkþættirnir hér að neðan útskýra helstu verkefni og skref sem mynda framkvæmd aðgerðanna.
  • Greining ánúverandi áætlunum
  • Þróun fyrirmynda ogleiðbeininga
  • Þjálfun og fræðsla
  • Samráð og samhæfing
  • Eftirfylgni:Prófanir og endurskoðun

Upplýsingar

Ábyrgðaraðili
Dómsmálaráðuneyti
Framkvæmd
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Upphaf / Endir
2025
2027
Áætlaður kostnaður
Liggur ekki fyrir
Staða aðgerðar
Fyrirhugað